Niðurstöður samræmdra könnunarprófa í 4. og 7. bekk

Niðurstöður samræmdu könnunarprófanna í 4. og 7. bekk voru að koma til okkar og krakkarnir koma með sínar niðurstöður heim í dag. Niðurstöðurnar eru ljómandi góðar og framfarir 7. bekkinga frá því í 4. bekk mjög miklar. Meðaltal 7. bekkjar er nú á landsmeðaltali en talsvert vantaði upp á það í 4. bekk. 4. bekkur er nú á landsmeðaltali. Venjan hér í Salaskóla er sú að nemendur sýna góðar framfarir á milli prófa í 4. og 7. bekk og 7. og 10. bekk. Þessar niðurstöður staðfesta þá tilhneigingu. Einnig höfum við fengið staðfestingu frá Námsmatsstofnun að framfarastuðull á milli prófa er hærri hér en almennt gerist. Við erum mjög sátt við það. Það sýnir okkur að við erum að gera vel í kennslunni.

Birt í flokknum Fréttir.