Allir geta eitthvað, enginn getur allt – dagurinn 21. október

 

Nú í október er vakin sérstök athygli á ADHD í þeim tilgangi að auka skilning í samfélaginu á þessum eiginleika sem svo margir fá í vöggugjöf.

Næst komandi miðvikudag ætlum við að huga að þessu hér í Salaskóla og hafa dag þar sem við minnum okkur á að “allir geta eitthvað, enginn getur allt”. Í öllum bekkjum fá nemendur tækifæri til að segja bekkjarfélögum sínum í hverju þeir eru góðir og við hvað þeir þurfa hjálp eða vilja bæta sig í. Þetta þarf ekki að snúast einungis um í hverju maður er góður í skólanum. Getur t.d líka verið góður vinur, hjálpsamur, góður að gera eitthvað heima o.s.frv. Hér er líka tækifæri til að segja frá einhverju sem maður er góður í og fáir vita um.

Heimaverkefni allra nemenda Salaskóla fyrir miðvikudag er að velta þessu fyrir sér og búa til stutta kynningu þar sem þetta kemur fram. Við biðjum foreldra um að hjálpa börnum sínum við þetta.

Þeir nemendur sem treysta sér ekki í þetta er leyfilegt að segja “pass” – það er í góðu lagi.

Með þessu viljum við undirstrika að við erum öll sérstök, hvert á sinn hátt og allir búa yfir styrkleika sem þarf að rækta sérstaklega.

Í tilefni dagsins verður öllum nemendum boðið upp á kökubita.

 

Birt í flokknum Fréttir.