Erum að opna skólann

Fyrstu starfsmenn eru mættir í skólann og við opnum á venjulegum tíma. Úti er þó nokkurt rok og rigning og það þarf að fylgja yngstu nemendum í skólann. Líklega eru göngustígar blautir og þungir yfirferðar og í dag eru stígvélin besti skófatnaðurinn. Við gerum frekar ráð fyrir að allir verði inni í frímínútum. Almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa gefið út tilkynningu um að skólahald geti raskast eitthvað en það ætti ekki að vera hér í Salaskóla að ráði nema vegna þeirra starfsmanna sem nota strætisvagna til að koma sér í vinnuna.

Birt í flokknum Fréttir.