Vegna jarðarfarar Óttars Bjarkan Bjarnasonar húsvarðar verður Salaskóli lokaður frá kl. 13:30 föstudaginn 6. febrúar. Vekjum sérstaka athygli á því að dægradvölin er lokuð. Þeir nemendur í 9. og 10. bekk sem eru í vali í MK fara þangað.
Author Archives: Ásgerður Helga Guðmundsdóttir
Mikilvægur kynningarfundur fyrir foreldra í 2. bekk
Í dag, miðvikudaginn, 28. janúar, frá kl. 17:30-18:20 er mikilvægur kynningarfundur fyrir foreldra í 2. bekk. Þar verður sagt frá nemendum í 2. bekk sem eru allir á einhverfurófinu. Við ætlum að kynna hvað einhverfurófið er og hvernig þessir ákveðnu nemendur taka þátt í skólastarfinu með okkur. Foreldrar nemendanna munu kynna þá.
Einnig verða þau úrræði kynnt sem Salaskóli býður upp á fyrir nemendur á yngsta stigi sem þurfa á stuðningi að halda, bæði hvað varðar nám og annað.
Mjög mikilvægt er að allir foreldrar mæti. Fundurinn er í salnum okkar.
Jólaball
Val í 9. – 10. bekk á vorönn
Nú eiga nemendur í 9. og 10. bekk að velja valgreinar fyrir vorönninna. Það er margt spennandi og áhugavert í boði. Til þess að velja þar að smella hér.
Frábærir morgunfundir
Nú hafa foreldra allra nemenda átt kost á að koma í morgunkaffi hér í Salaskóla á þessu skólaári. Haldnir voru 20 fundir og mættu 413 foreldrar, eða 75% foreldra.
Í unglingadeild mættu að meðaltali 55% foreldra, á miðstigi mættu að meðaltali 78% foreldra og á yngsta stigi 84% foreldra. Í þeim bekk sem best mæting var mættu foreldrar allra barna en í þeim bekk sem slökust var mæting komu 36% foreldra. Besta mætingin var í lóum, þar var 100% mæting. Steindeplar lentu í 2. sæti með 95% mætingu og mávar í 3. sæti með 90% mætingu.
Við erum að vinna úr matsblöðunum sem foreldrar fylltu út á fundunum. Ljóst er að foreldrar eru mjög ánægðir með skólastarfið og bera mikið traust til kennara. Jafnframt komu fram ágætar ábendingar um það sem betur má fara og eitthvað af tillögum um nýjar leiðir. Skýrslan verður birt á heimasíðunni þegar hún er tilbúin.
Morgunkaffið í Salaskóla hefur öðlast sess í samstarfi skólans við foreldra. Það skilar miklu inn í skólastarfið, byggir upp traust á milli skólans og heimilanna og hjálpar okkur við að byggja upp góðan skóla.
Foreldrar og börn saman
SAMKÓP, samtök foreldrafélaga í Kópavogi boða til fræðslufundar næstkomandi fimmtudag, 13. nóvember í Hörðuvallaskóla. Fundurinn hefst kl 20:00. Fulltrúar Heimilis og skóla munu halda erindi sem fjalla um:
1) mikilvægi foreldrastarfs í skólunum
2) nýju grunnskólalögin
3) mjög áhugaverða ráðstefnu sem haldin var í Svíþjóð í haust sem hét “Foreldrar eru auðlind í skólastarfi” –
Fundurinn er opinn öllum!