Páskabingó foreldrafélagsins

Páskabingó foreldrafélags Salaskóla verður haldið fimmtudaginn 2 apríl n.k.

Bingó fyrir 1-4 bekk og fjölskyldur þeirra verður kl 17:00

Bingó fyrir 5-7 bekk og fjölskyldur þeirra verður kl 18:30

 

Vinningar verða að sjálfsögðu páskaegg ofl. Bingóspjaldið kostar kr 250.-

ATH ! Páskabingó fyrir 8, 9 og 10 bekk verður miðvikudaginn 1. apríl. í samstarfi við félagsmiðstöðina og hefst það kl 20:00 í Fönix. Bingóspjaldið kostar kr 250.-

Hlökkum til að sjá ykkur. Foreldrafélagið

Árshátíð unglingadeildar

Á fimmtudagskvöldið, 26. mars, verður árshátíð unglingadeildar Salaskóla. Það er félagsmiðstöðin Fönix sem sér um árshátíðina, en kennarar þjóna til borðs. Boðið er upp á glæsilegan mat sem matreiðslumeistari skólans hefur verið að undirbúa síðustu vikuna.

Húsið opnar kl. 18:30 og borðhald hefst kl. 19:00. Að loknu borðhaldi verða skemmtiatriði og svo verður stiginn dans til kl. 11:30 en þá verður hátíðinni formlega slitið.

Allir mæta að sjálfsögðu í sínu fínasta pússi og með sparibrosið á andlitinu. Miðaverð er kr. 2 þúsund. Nemendur eiga að mæta í skólann kl. 10:00 á föstudeginum.

Við viljum vekja athygli foreldra á að við höfum heyrt um einhvern límosínu akstur að lokinni árshátíð. Við viljum taka fram að slíkt er okkur ekki að skapi og firrum okkur allri ábyrgð á. Að okkar mati eiga nemendur að fara heim strax að lokinni árshátíð.

Hættu áður en þú byrjar

Í samvinnu við lögregluna og fleiri aðila höfum við verið að fræða nemendur um skaðsemi fíkniefna. Þetta hefur verið gert undir yfirskriftinni "hættu áður en þú byrjar". Nemendur í 8. – 10. bekk fá tveggja tíma ítarlega fræðslu. Mikilvægur hluti af þessu verkefni er fræðsla til foreldra og á föstudaginn, 20. mars, eru foreldrar allra nemenda í 8. – 10. bekk boðaðir til fundar kl. 8:10 – 9:30.

Við leggjum mikla áherslu á að allir mæti, því til þess að fræðslan nái tilgangi sínum verða foreldrar að taka þátt.

Sveit Salaskóla í 3. sæti

A-sveit Salaskóla lenti í 3. sæti í Íslandsmóti barnaskólasveita 2009. Mótið fór fram í Rimaskóla nú um helgina. Keppnin var hörð og jöfn og lokastaðan varð sú að sveit Rimaskóla sigraði nokkuð örugglega með 9 vinningum, Barnaskóli Vestmannaeyja fékk 6,5 vinninga og var í 2. sæti og A-sveit Salaskóla fékk 5,5 vinninga og 3. sætið. Glæsilegur árangur. Nánari tölur er að finna á http://skaksamband.is/?c=webpage&id=350

Aðalfundur foreldrafélagsins

Aðalfundur foreldrafélags Salaskóla verður  fimmtudaginn 12. mars kl 20:00 í hátíðarsal Salaskóla.
Dagskrá:

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  2. Kosning í skólaráð
  3. Önnur mál

Óskum eftir fólki bæði í stjórn foreldrafélags og skólaráð.

Áhugasamir mættu gjarnan hafa samband við foreldrafélagið og láta vita af sér, eins eru allar tillögur varðandi félagið og starfsemi þess vel þegnar.

Fyrir hönd stjórnar

Birgir Bjarnfinnsson
birgirb@sense.is

Innritun nýrra nemenda 9. og 10. mars

Mánudaginn 9. og þriðjudaginn 10. mars verður innritun nýrra nemenda í Salaskóla fyrir næsta skólaár. Þá eiga væntanlegir 1. bekkingar að koma ásamt foreldrum sínum og skrá sig í skólann. Einnig er æskilegt að innrita önnur börn sem eiga að sækja Salaskóla skólaárið 2009-2010 innriti sig þessa daga.

Innritun stendur yfir frá kl. 8:30 – 15:00 báða dagana. Boðið er upp á skoðunarferð um skólann og svolitla kynningu á starfinu kl. 9:00 báða dagana.

Fundur fyrir foreldra í 5. – 10. bekk

Að undanförnu hefur öryggi barna og unglinga á Netinu mikið verið til umræðu. Þrátt fyrir að margt gott sé að finna á Netinu er þar líka ýmislegt sem þarf að varast og þar geta þrifist hættuleg og neikvæð samskipti. Að þessu tilefni hafa samtökin Heimili og skóli sett af stað vakningarverkefni um jákvæða og örugga notkun barna og unglinga á Netinu. Vakningarverkefnið felst í kynningum fyrir nemendur og foreldra þeirra.´

Í næstu viku verða fundir fyrir nemendur í 5. – 10. bekk hér í Salaskóla og þriðjudaginn 3. mars eru foreldrar boðaðir til fundar kl. 8:00 – 9:00.

Internetið er frábær upplýsingaveita og tæki til samskipta en þar felast einnig ýmsar hættur sem mikilvægt er fyrir foreldra að þekkja og gera sér grein fyrir. Til að foreldrar geti talað við börnin sín og leiðbeint þeim um öryggi og góða hegðun þurfa þeir að þekkja það umhverfi sem þeir eru í dags daglega. Leiðbeiningar um "umferðarreglur" á netinu eru því orðinn einskonar hluti af uppeldishlutverkinu.

Á fyrirlestrinum verður farið í gegnum svipaða hluti og með nemendum, en einnig rætt hvernig foreldrar sjá netnotkun barnanna sinna og svo hvernig börnin upplifa netnotkun sína og samskipti sín við foreldra.  Á fyrirlestrinum verður farið í gegnum bloggsíður, tölfræðilegar upplýsingar, msn einelti, netið og friðhelgi einkalífsins, netvini, nettælingu og ræða aðeins um kynslóðabilið þ.e. hvers vegna foreldrar skilja ekki tölvunotkun barna sinna.

Við hvetjum foreldra til að mæta á þennan fund.

Öskudagsskemmtun í Salaskóla

Á öskudag verður skemmtun í Salaskóla fyrir alla krakka í 1. – 7. bekk. Hún hefst kl. 13:00 og lýkur kl. 14:30. Allir eiga að mæta í grímubúningi eða öðruvísi en venjulega. Stiginn verður dans, farið í leiki, valinn frumlegasti búningurinn og svo er hægt að fá andlitsmálun fyrir þá sem vilja.

Að þessari skemmtun standa Foreldrafélagið, Salaskóli og Fönix.