Innritun nýrra nemenda 9. og 10. mars

Mánudaginn 9. og þriðjudaginn 10. mars verður innritun nýrra nemenda í Salaskóla fyrir næsta skólaár. Þá eiga væntanlegir 1. bekkingar að koma ásamt foreldrum sínum og skrá sig í skólann. Einnig er æskilegt að innrita önnur börn sem eiga að sækja Salaskóla skólaárið 2009-2010 innriti sig þessa daga.

Innritun stendur yfir frá kl. 8:30 – 15:00 báða dagana. Boðið er upp á skoðunarferð um skólann og svolitla kynningu á starfinu kl. 9:00 báða dagana.

Birt í flokknum Fréttir.