gaettuad.jpg

Örugg netnotkun

gaettuad.jpgÍ dag og á morgun, þriðjudag, eru kynningar fyrir nemendur í 5. – 10. bekk um örugga netnotkun. Þetta er liður í vakningarverkefni sem foreldrasamtökin Heimili og skóli standa fyrir í skólum. Foreldrar voru á fundi snemma í morgun þar sem farið var yfir ýmsa þætti þessa máls og þótti mönnum margt áhugavert koma fram.

Foreldrum er bent á vefsíðuna www.saft.is þar sem hægt er að sækja góðar ábendingar t.d. eins og Netorðin fimm.
Sjá einnig frétt hér að neðan í tengslum við fundarboð á ofangreindan fund foreldra.

Birt í flokknum Fréttir.