9. bekkur kemur heim upp úr kl. 13:00
9. bekkur er nú á heimleið frá Laugum eftir vel heppnaða ferð þangað. Þau verða komin í Salaskóla upp úr kl. 13:00.
Lesa meiraUpplýsingatækni
UPPLÝSINGATÆKNI Í SKÓLASTARFI Hvernig er útdráttur gerður? Leiðbeiningar(video) Leiðbeiningar – Til að prenta út.
Lesa meiraHættu áður en þú byrjar
Í samvinnu við lögregluna og fleiri aðila höfum við verið að fræða nemendur um skaðsemi fíkniefna. Þetta hefur verið gert undir yfirskriftinni "hættu áður en þú byrjar". Nemendur í 8. – 10. bekk fá tveggja tíma ítarlega fræðslu. Mikilvægur hluti af þessu verkefni er fræðsla til foreldra og á föstudaginn, 20. mars, eru foreldrar […]
Lesa meiraTónlist fyrir alla
Við fengum góða gesti í heimsókn í vikunni því tónlistarfólk kom og spilaði fyrir krakkana undir yfirskriftinni "Tónlist fyrir alla". Kynnt var fyrir þeim gömul sönglög og að sama skapi gömul hljóðfæri eins og gígja og dragspil. Þetta var afar fróðlegt og hin besta skemmtun og sýndu krakkarnir þessu mikinn áhuga.
Lesa meiraAðalfundi foreldrafélagsins frestað til 17. mars
Af óviðráðanlegum orsökum er aðalfundi foreldrafélagsins sem vera átti fimmtudaginn 12. mars, frestað til þriðjudagsins 17. mars. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, kosning fulltrúa í skólaráð og skólastjóri mun fjalla um niðurskurð á fjárveitingum til skólastarfsins og afleiðingar hans í skólanum.
Lesa meiraSveit Salaskóla í 3. sæti
A-sveit Salaskóla lenti í 3. sæti í Íslandsmóti barnaskólasveita 2009. Mótið fór fram í Rimaskóla nú um helgina. Keppnin var hörð og jöfn og lokastaðan varð sú að sveit Rimaskóla sigraði nokkuð örugglega með 9 vinningum, Barnaskóli Vestmannaeyja fékk 6,5 vinninga og var í 2. sæti og A-sveit Salaskóla fékk 5,5 vinninga og 3. […]
Lesa meiraAðalfundur foreldrafélagsins
Aðalfundur foreldrafélags Salaskóla verður fimmtudaginn 12. mars kl 20:00 í hátíðarsal Salaskóla.
Dagskrá:
- Venjuleg aðalfundarstörf
- Kosning í skólaráð
- Önnur mál
Nýjar myndir í myndasafni
Inn á myndasafn Salaskóla eru komnar myndir frá Öskudagsskemmtuninni sem haldin var í skólanum. Einnig eru myndir frá heimsókn leikskólans Fífusölum sem var á dögunum.
Lesa meiraÖrugg netnotkun
Í dag og á morgun, þriðjudag, eru kynningar fyrir nemendur í 5. - 10. bekk um örugga netnotkun. Þetta er liður í vakningarverkefni sem foreldrasamtökin Heimili og skóli standa fyrir í skólum. Foreldrar voru á fundi snemma í morgun þar sem farið var yfir ýmsa þætti þessa máls og þótti mönnum margt áhugavert koma fram.
Lesa meiraInnritun nýrra nemenda 9. og 10. mars
Mánudaginn 9. og þriðjudaginn 10. mars verður innritun nýrra nemenda í Salaskóla fyrir næsta skólaár. Þá eiga væntanlegir 1. bekkingar að koma ásamt foreldrum sínum og skrá sig í skólann. Einnig er æskilegt að innrita önnur börn sem eiga að sækja Salaskóla skólaárið 2009-2010 innriti sig þessa daga. Innritun stendur yfir frá kl. 8:30 – […]
Lesa meiraSamvinnubekkir og samstarf kennara
Samvinnubekkir og samstarf kennara Lokaskýrsla um þróunarverkefnið (júní 2009) Áfangaskýrsla (jan. 2009)Upphaf verkefnisins Verkefnið fór af stað í maí 2008 með því að kennarar í 2. – 7. bekk ræddu saman í teymum (2.-3. bekkjarteymi, 4.-5. bekkjarteymi og 6.-7. bekkjarteymi) sínum um markmið og útfærslu. Í skólanum voru bekkir á þessum stigum aldursblandaðir en […]
Lesa meiraForeldrar athugið
Athygli foreldra og forráðamanna er vakin á nýjum tengli undir hnappnum foreldrar hér á síðunni, Óveður – röskun, þar sem kynnt eru tvö viðbúnaðarstig sem farið skal eftir ef veður eru vond og aðstæður krefjast þess að farið sé með gát. Foreldrar eru vinsamlega beðnir um að kynna sér þessi mál nánar. Textinn er á fleiri tungumálum.
Lesa meira