Gleðilegt sumar
Nemendum og foreldrum eru færðar bestu óskir um gleðilegt sumar með kærri þökk fyrir gott samstarf á skólaárinu sem senn er á enda. Megi sumarkoman verða ykkur öllum til blesssunar. Sumar og vetur frusu saman að þessu sinni og samkvæmt gamalli hjátrú er það góðs viti – er veður snertir. Starfsfólk Salaskóla
Lesa meiraÞemadagar
Þemadagar voru í skólanum þessa vikuna sem senn er á enda, 20.-24. apríl. Þemu eru þess eðlis að reynt er að brjóta upp hefðbundna kennslu og leitast við að nálgast viðgangsefnin á annan hátt. Þemadagarnir hjá yngri nemendum fóru að miklu leyti fram utandyra s.s. með mælingum, útileikjum og náttúruskoðun. En þau eldri voru í óhefbundnum verkefnum svo sem bakstri, leiklist, hlutverkaleikjum og ýmsum verkefnum er tengdist fyrirtækjarekstri. Eitt af verkefnum þemadaga var að tína rusl og fegra í kringum skólann okkar. Allir stóðu sig með mikilli prýði í sínum verkefnum.
Fyrsti fundur skólaráðs í dag
Í dag fundar skólaráð Salaskóla í fyrsta skipti. Í ráðinu eiga sæti fulltrúar nemenda, foreldra og starfsfólks. Greint verður frá niðurstöðum fundarins hér á heimasíðunni.
Lesa meiraKönnun á viðhorfum foreldra til Salaskóla
Nú stendur yfir könnun á viðhorfum foreldra til Salaskóla. Könnunin er gerð á netinu og hafa foreldrar fengið línk inn á könnunina senda í tölvupósti. Könnunin er virk til sunnudagsins 26. apríl. Niðurstöður verða birtar fljótlega eftir að könnun lýkur.
Lesa meiraGleðilega páska
Starfsfólk skólans óskar nemendum og foreldrum gleðilegrar páskahátíðar. Skólastarf hefst aftur hjá nemendum miðvikudaginn 15. apríl en skipulagsdagur starfsfólks verður 14. apríl.
Lesa meiraFrábær árangur í skólaskákmeistaramóti
Fimmtudaginn 2. apríl var Skólaskákmeistaramót Kópavogs 2009 haldið í Hjallaskóla. Keppendur voru 38 í yngri flokki og 8 í eldri flokki.
Lesa meiraForeldrar í samsöng
Margir foreldrar auk einstaka ömmu og afa komu í heimsókn í skólann í morgun til þess að hlusta og taka þátt í samsöng barna sinna í 1.-4. bekk.
Lesa meiraSamræmd próf felld niður í 10. bekk í vor
Alþingi Íslendinga samþykkti í gær að fella niður samræmd próf í 10. bekk nú í vor. Samræmd könnunarpróf verða hinsvegar í 4., 7. og 10. bekk í september.
Lesa meiraPáskabingó foreldrafélagsins
Páskabingó foreldrafélags Salaskóla verður haldið fimmtudaginn 2 apríl n.k.
Bingó fyrir 1-4 bekk og fjölskyldur þeirra verður kl 17:00
Bingó fyrir 5-7 bekk og fjölskyldur þeirra verður kl 18:30
Lesa meira
Stóðu sig vel í Stóru upplestrarkeppninni
Björn Ólafur og Líney í 7. bekk tóku þátt í Stóru upplestrarkeppninni fyrir hönd Salaskóla á þriðjudaginn 24.mars í aðalkeppninni í Kópavogi. Keppnin var haldin í Salnum og voru 18 fulltrúar frá mismunandi skólum í Kópavogi. Þau stóðu sig bæði mjög vel og er skólinn mjög stoltur af þátttöku þeirra.
Lesa meiraÚrslit skákmeistaramóts Salaskóla 2009.
Skoðið myndir.
Mótið var haldið í febrúar og mars 2009 í þremur áföngum. Efstu 12:
Árshátíð unglingadeildar
Á fimmtudagskvöldið, 26. mars, verður árshátíð unglingadeildar Salaskóla. Það er félagsmiðstöðin Fönix sem sér um árshátíðina, en kennarar þjóna til borðs. Boðið er upp á glæsilegan mat sem matreiðslumeistari skólans hefur verið að undirbúa síðustu vikuna.