Sól og vor í Salaskóla
Þegar sólin skín úti er eins og allt verði svo miklu auðveldara í skólastarfinu okkar. Bros leikur á vör nemendanna og þráin eftir að fá að hoppa og skoppa verður svo sterk. Allir vilja komast út í góða veðrið. Kennararnir grípa gjarnan tækifærið og færa kennsluna út undir bert loft þar sem sólin vermir allt […]
Lesa meiraBöðuðu sig í Nauthólsvík
Krummar og kjóar áttu skemmtilegan dag á ylströndinni í Nauthólsvík í dag en þangað fóru þau með kennurunum sínum í strætisvagni í morgun. Góða veðrið lék við krakkana og þau undu sér m.a. við að vaða, sóla sig, sulla í flæðarmálinu og heiti potturinn var vinsæll. Myndirnar segja sína sögu.
Lesa meiraDuglegir nemendur í vorskólanum
Á hverju vori er væntanlegum fyrstubekkingum boðið að koma í skólann og setjast á skólabekk hluta úr degi. Vorskóli þessi fór fram í gær fyrir nemendur sem fæddir eru 2003. Krakkarnir báru sig vel þegar þeir hittu kennarana meðan foreldrarnir skutust á fund með skólastjórnendum. Þau fengu verkefni til að vinna og enduðu á að setja mynd af sér upp á heljarstórt tré á vegg skólans svo allir gætu séð hvað þetta eru flottir krakkar. Við hlökkum afar mikið til að fá þau í skólann næsta haust.
Smellið á lesa meira til þess að sjá fleiri myndir.
Lesa meiraPróftafla fyrir 8. – 10. bekk
Nú er próftafla tilbúin fyrir nemendur í 8. – 10. bekk. Hún verður send í tölvupósti til foreldra en einnig er hægt að opna hana hér til hliðar undir tilkynningum.
Lesa meiraÍslandsmótið í skólaskák 2009
Patrekur Maron Magnússon í 10. bekk endurheimti Íslandsmeistartitil í skólaskák með yfirburðum. Íslandsmótið var haldið á Akureyri dagana 30. apríl - 3. maí 2009 og tóku fimm krakkar úr Salaskóla þátt í mótinu, þau Patrekur Maron Magnússon, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Páll Andrasons, Eiríkur Örn Brynjarsson og Birkir Karl Sigurðsson.
Lesa meira
Skólahreysti
Í myndasafn skólans var að koma safn mynda frá úrslitakeppninni í Skólahreysti sem fram fór 30. apríl síðastliðinn í Laugardalshöll. Eins og menn vita á Salaskóli eitt af bestu liðum landsins í skólahreysti, var í 1. sæti í undanúrslitum í Kópavogi og tók 5. sætið í úrslitakeppninni. Skólahreystiliðið okkar í ár var skipað þeim Valdimar, Tómasi, Glódísi […]
Lesa meiraSkólaráð
Skólaráð starfar skv. grunnskólalögum. Það er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en […]
Lesa meiraFrí í skólanum á morgun
Á morgun er frí í skólanum, 1. maí, eins og hefð er fyrir á baráttudegi verkalýðsins. Kennsla hefst aftur skv. stundaskrá mánudaginn 4. maí.
Lesa meiraFyrsti skólaráðsfundurinn haldinn
Nýstofnað skólaráð Salaskóla kom saman í fyrsta skipti miðvikudaginn 22. apríl. En skv. nýjum grunnskólalögum skal nú starfa skólaráð við hvern grunnskóla. Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald.
Lesa meiraKlappað lof í lófa
Í gær voru skáksveitirnar okkar kallaðar fram í anddyri skólans þar sem starfsfólk og allir nemendur skólans heiðruðu þau með lófaklappi. Eins og kunnugt er skiluðu skáksveitirnar sem voru alls 8 að tölu glæsilegum árangri á Íslandsmóti grunnskóla í skák. Hörkuduglegir krakkar. Sjá nánar um úrslit á annarri frétt hér á síðunni.
Lesa meiraSumarlegar hávellur
Hávellur skelltu sér út í snú- snú, parís, hollí – hú og aðra leiki í góða veðrinu í dag. Þeir sem voru inni léku arkitekta og hönnuðu sín eigin hús. Skoðið fleiri myndir.
Lesa meiraSkáksveit Salaskóla Íslandsmeistari
Skáksveit Salaskóla gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari grunnskólasveita um helgina.
Lesa meira