Viðbrögð við óveðri
NAUÐSYNLEGT er að tilkynna til skólans ef nemandi er hafður heima vegna óveðurs (eða veikinda). Hægt er að hringja á skrifstofu skólans (570 4600), senda tölvupóst (ritari@salaskoli.is) eða senda tilkynningu af svæði foreldra í mentor.is. Notið tölvupóst fremur en hringingar þar sem búast má við miklu álagi á símakerfi skólans.
Samræmda viðbragðaáætlun vegna óveðurs má finna hér á heimasíðu skólans. Við biðjum foreldra um að kynna sér hana.
Foreldradagur 2. október
Föstudaginn 2. október er foreldradagur í Salaskóla eins og fram kemur á skóladagatali. Þá koma nemendur ásamt foreldrum sínum í skólann á fyrirfram ákveðnum tíma og ræða við umsjónarkennara um skólabyrjunina og það sem framundan er í náminu.
Lesa meiraVal í unglingadeild – tímabil 2
Nú er fyrsta valtímabil skólaársins að renna út. Það fyrirkomulag sem við erum með núna virðist mælast vel fyrir. Nú er komið að valtímabili 2. Nemendur eiga að fara á netið og velja og þetta er eiginlega "fyrstur kemur, fyrstur fær" – kerfi, þannig að það er um að gera að drífa sig. Tvær […]
Lesa meiraMikilvægir hlekkir í báráttunni gegn einelti
Eins og fram hefur komið áður er eineltisáætlun Salaskóla unnin að fyrirmynd Olweusaráætlunarinnar gegn einelti. Strax er brugðist við þegar grunur kviknar eða upplýsingar um einelti fæst. Foreldrar eru mjög mikilvægir hlekkir í baráttunni gegn einelti og nú á dögunum kom hér inn á vefinn ráð til foreldra um hvað þeir geti gert til þess […]
Lesa meiraForvarnardagurinn 30. september
Fornvarnardagurinn verður haldinn miðvikudaginn 30 september. Með deginum er verið að koma á framfæri nokkrum heillaráðum sem rannsóknir sýna að geti stuðlað að því að unglingar verði síður fíkniefnum að bráð. Hér í skólanum verður viðamikil dagskrá í tilefni dagsins sem er einkum ætluð níundu bekkingum. Nemendur skoða myndband og taka þátt í hópstarfi […]
Lesa meiraSeinni hluti fjölgreindaleika
Rétt fyrir hádegi var unnið hörðum höndum á stöðvunum fjörutíu sem bjóða upp á viðfangsefni fyrir þátttakendur fjölgreindaleika. Þrautirnar reyna á mismunandi hæfileika nemenda því það er hægt að vera góður á mismunandi sviðum.
Myndir frá seinni degi fjölgreindaleika
Í hverju ertu góð/-ur?
Að vera góð/-ur í að sippa, sauma, tefla, byggja úr kubbum, fara kollhnís, senda sms, hanga á slá, þekkja lönd, mála, smíða, þekkja fuglahljóð eða kunna að raula ... skiptir máli á fjölgreindaleikum. Allir eru góðir í einhverju og þegar 10 manna lið leggur saman má búast við góðum árangri í heildina. Þetta er einmitt aðalmarkmiðið með fjölgreindaleikum þ.e. hæfileikar hvers og eins koma fram og allir fá að njóta sín með einhverjum hætti. Myndasýning frá morgninum.
Blásið til fjölgreindaleika
Fjölgreindaleikar Salaskóla fóru vel af stað þennan morguninn. Í hverju liði eru 10 nemendur, einn úr hverjum árgangi, þar sem eldri nemandi er fyrirliði og sér um að aðstoða þá sem yngri eru. Fyrirliðinn þarf að sjá til þess að liðið hans sé á réttum stað hverju sinni, allir meðlimir séu virkir og komi vel […]
Lesa meiraStarfsáætlun Salaskóla
Starfsáætlun Salaskóla fyrir skólaárið 2009-2010 er komin á vefsíðu skólans. Hún er aðgengileg á pdf-formi undir hnappnum GAGNASAFN eða með því að smella hér.
Lesa meira97% nemenda í mat
97% nemenda Salaskóla eru í mat daglega í mötuneyti skólans. Þetta er einstaklega góð þátttaka, með því besta sem þekkist á landinu.
Lesa meiraFjölgreindaleikarnir á miðvikudag og fimmtudag
Hinir árlegu fjölgreindaleikar Salaskóla hefjast á miðvikudaginn 23. september og standa yfir í tvo daga. Þá er nemendum skólans skipt í rúmlega 40 tíumanna lið sem keppa í greinum sem reyna á ólíkar greindir.
Lesa meiraSkipulagsdagur á föstudag, 25. september
Það er skipulagsdagur á föstudag, 25. september. Þá eiga nemendur frí. Þennan dag er námskeið, ráðstefna og fræðslufundur fyrir alla kennara í Kópavogi í Smáranum. Aðrir starfsmenn Salaskóla verða á skyndihjálparnámskeiði. Dægradvölin verður opin frá kl. 8:00.
Lesa meira