Skáldkonur í heimsókn
Skáldkonurnar Vilborg Davíðsdóttir og Sigurbjörg Þrastardóttir komu í heimsókn í skólann í morgun og hittu nemendur í 9. og 10. bekk. Þær sögðu frá textum í ljóðum sínum og skáldsögum og hvernig þeir kvikna og verða til.
Fræðst um fjöruna
Krakkarnir í 5. bekk hafa verið að læra um fjöruna undanfarnar vikur. Þeir eru búnir að fara og skoða Sjóminjasafnið Víkina og síðan var fjaran í Kópavoginum skoðuð. Í framhaldi eru krakkarnir að vinna ýmiss verkefni um fjöruna. Myndir úr ferðinni eru inni á myndasafni skólans.
Lesa meiraMyndir frá fjölgreindaleikum
Myndir frá fjölgreindaleikunum 29. – 30. sept. eru komnar inn á myndasafn skólans. Skoðið hér.
Lesa meiraForeldraviðtalsdagur
Á mánudaginn er foreldraviðtalsdagur í Salaskóla eins og kemur fram á skóladagatali og umsjónarkennarar hafa upplýst um. Þá ræða kennarar við sérhvern nemanda og foreldra hans um gengi í náminu og það sem mikilvægt er að gera á næstu mánuðum. Foreldrar geta líka hitt sérgreinakennara og rætt við þá.
Aðalfundur foreldrafélagsins 13. október
Aðalfundur foreldrafélagsins verður miðvikudaginn 13. október kl. 20:00 í sal Salaskóla. Nánari auglýsing síðar.
Lesa meiraFjölgreindaleikar
Efnt verður til níundu fjölgreindaleika Salaskóla dagana 6. og 7. október Allir nemendur taka þátt í leikunum og er þeim skipt í 40 hópa og í hverjum hópi eru nemendur af öllum skólastigum. Keppnisgreinar eru 40 og hver hópur keppir í öllum greinum. Keppnisgreinar reyna á allar greindir og fjölbreytni er afar mikil. Þennan dag mætir […]
Lesa meiraÞróunarstarf
Í Salaskóla er unnið markvisst að þróun og endurbótum á námi og kennslu. Þróunarstarfið er unnið út frá stefnu skólans, grunnskólalögum og markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla. Sérstaklega er unnið að því að koma æ betur til móts við þarfir, áhuga og getu sérhvers einstaklings og stuðlað að vellíðan og góðum árangri nemenda.
Lesa meiraList- og verkgreinar
List- og verkgreinakennsla List- og verkgreinar eru kenndar í smiðjum. Nemendur eru aðeins í einni smiðju hverju sinni og að jafnaði tekur hver smiðja 8 – 9 vikur. Tónlist er ekki kennd í smiðjum, heldur í sérstökum tónlistartímum. Í list- og verkgreinum eru námshópar að jafnaði fámennari en í öðrum námsgreinum.
Lesa meiraAldursblöndun
Rannsóknir sem gerðar hafa verið á aldursblöndun benda til þess að hún hafi jákvæð áhrif á skólastarf og nemendur. Til þess að örva nemendur enn frekar í námi fer nám þeirra að hluta til í aldursblönduðum hópum. Samkennsla árganga af þessu tagi stuðlar að einstaklingsmiðaðri kennslu auk þess sem hún bætir tengsl milli nemenda, […]
Lesa meiraFulltrúar nemenda í skólaráð
Aldís Anna Ingþórsdóttir og Jónas Orri Matthíasson voru kosin aðalfulltrúar nemenda í skólaráð Salaskóla. Varafulltrúar voru kosnir Elsa Jónsdóttir og Steinunn Ýr Hilmarsdóttir. Auk þeirra sitja í skólaráði fulltrúar starfsmanna og foreldra. Skólaráð fundar mánudaginn 4. október kl. 16:00
Lesa meiraStundaskrá og starfsáætlun
Skipulag og stundaskrá Skipulag og kennsluhættir Salaskóla markast af stefnu og markmiðum skólans. Áhersla er á einstaklingsmiðað nám, að koma til móts við þarfir, áhuga og getu hvers og eins. Í því skyni er áhersla lögð á samstarf milli árganga. Skipulag af þessu tagi gefur aukna möguleika á sveigjanleika í skólastarfinu og að komið […]
Lesa meiraStöðvum einelti – borgarafundir
Nú stendur yfir eineltisátak Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, Liðsmanna Jerico, Olweusaráætlunarinnar og Ungmennaráðs SAFT í samstarfi við Símann, mennta- og menningarmálaráðuneytið, félags- og tryggingamálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og styrktaraðila, með fundum sem haldnir eru á 11 stöðum á landinu.
Lesa meira