Aðalfundur foreldrafélagsins 13. október
Aðalfundur foreldrafélagsins verður miðvikudaginn 13. október kl. 20:00 í sal Salaskóla. Nánari auglýsing síðar.
Lesa meiraFjölgreindaleikar
Efnt verður til níundu fjölgreindaleika Salaskóla dagana 6. og 7. október Allir nemendur taka þátt í leikunum og er þeim skipt í 40 hópa og í hverjum hópi eru nemendur af öllum skólastigum. Keppnisgreinar eru 40 og hver hópur keppir í öllum greinum. Keppnisgreinar reyna á allar greindir og fjölbreytni er afar mikil. Þennan dag mætir […]
Lesa meiraÞróunarstarf
Í Salaskóla er unnið markvisst að þróun og endurbótum á námi og kennslu. Þróunarstarfið er unnið út frá stefnu skólans, grunnskólalögum og markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla. Sérstaklega er unnið að því að koma æ betur til móts við þarfir, áhuga og getu sérhvers einstaklings og stuðlað að vellíðan og góðum árangri nemenda.
Lesa meiraList- og verkgreinar
List- og verkgreinakennsla List- og verkgreinar eru kenndar í smiðjum. Nemendur eru aðeins í einni smiðju hverju sinni og að jafnaði tekur hver smiðja 8 – 9 vikur. Tónlist er ekki kennd í smiðjum, heldur í sérstökum tónlistartímum. Í list- og verkgreinum eru námshópar að jafnaði fámennari en í öðrum námsgreinum.
Lesa meiraAldursblöndun
Rannsóknir sem gerðar hafa verið á aldursblöndun benda til þess að hún hafi jákvæð áhrif á skólastarf og nemendur. Til þess að örva nemendur enn frekar í námi fer nám þeirra að hluta til í aldursblönduðum hópum. Samkennsla árganga af þessu tagi stuðlar að einstaklingsmiðaðri kennslu auk þess sem hún bætir tengsl milli nemenda, […]
Lesa meiraFulltrúar nemenda í skólaráð
Aldís Anna Ingþórsdóttir og Jónas Orri Matthíasson voru kosin aðalfulltrúar nemenda í skólaráð Salaskóla. Varafulltrúar voru kosnir Elsa Jónsdóttir og Steinunn Ýr Hilmarsdóttir. Auk þeirra sitja í skólaráði fulltrúar starfsmanna og foreldra. Skólaráð fundar mánudaginn 4. október kl. 16:00
Lesa meiraStundaskrá og starfsáætlun
Skipulag og stundaskrá Skipulag og kennsluhættir Salaskóla markast af stefnu og markmiðum skólans. Áhersla er á einstaklingsmiðað nám, að koma til móts við þarfir, áhuga og getu hvers og eins. Í því skyni er áhersla lögð á samstarf milli árganga. Skipulag af þessu tagi gefur aukna möguleika á sveigjanleika í skólastarfinu og að komið […]
Lesa meiraStöðvum einelti – borgarafundir
Nú stendur yfir eineltisátak Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, Liðsmanna Jerico, Olweusaráætlunarinnar og Ungmennaráðs SAFT í samstarfi við Símann, mennta- og menningarmálaráðuneytið, félags- og tryggingamálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og styrktaraðila, með fundum sem haldnir eru á 11 stöðum á landinu.
Lesa meiraFrá tómstundafélögum
Við hvetjum foreldra til að skoða heimasíður íþrótta- og tómstundafélaga. Við birtum á facebooksíðu skólans upplýsingar um tómstundastarf eftir því sem þær berast okkur. Við dreifum ekki fjölritum um slíkt með nemendum.
Lesa meiraSkipulagsdagur 1. október
Föstudaginn 1. október er sameiginlegur skipulagsdagur allra skólanna í Kópavogi. Þann dag fellur öll kennsla niður.
Lesa meiraFjölgreindaleikar 29. og 30. september
Næsta miðvikudag og fimmtudag verða fjölgreindaleikar í Salaskóla. Allir nemendur skólans taka þátt í leikunum og er þeim skipt í 10 manna aldursblandaða hópa og eru 9. og 10. bekkingar hópstjórar.
Lesa meiraSamræmd próf
Vikuna 20. – 24. september verða samræmd próf lögð fyrir nemendur í 4., 7. og 10 bekk. Prófin eru ætluð til þess að meta stöðu sérhvers nemanda í viðkomandi námsgreinum. 10. bekkur Íslenska – mánudaginn 20. september Enska – þriðjudaginn 21. september Stærðfræði – miðvikudaginn 22. september 4. og 7. bekkur Íslenska – fimmtudaginn […]
Lesa meira