Góðar niðurstöður

Niðurstöður rannsóknarinnar Heilsa og lífskjör skólanema eru býsna góðar fyrir krakka í Salaskóla. Rannsóknin var framkvæmd skólaárið 2009-2010 og náði til nemenda í 6., 8. og 10. bekk. Sem dæmi má nefna að krakkarnir hérna og í Smáraskóla fá sér oftar morgunverð í viku hverri en önnur börn á landinu, þau eru undir landsmeðaltali í sælgætisáti, líkar betur í skólanum en meðalkrakkinn á landinu, hreyfa sig meira, horfa minna á sjónvarp og nota netið minna, nota síður tóbak eða áfengi og lífsánægja þeirra er yfir landsmeðaltali.  

Birt í flokknum Fréttir.