Aðventuganga foreldrafélagsins 7. desember

 Hin árlega aðventuganga foreldrafélagsins verður þriðjudaginn 7. desember kl 17:15. Safnast verður saman í Salaskóla þar sem Skólahljómsveit Kópavogs leikur jólalög meðan börn og foreldrar tygja sig í gönguna. Hljómsveitin byrjar að spila 5-10 mín yfir fimm. Gengið verður að Lindakirkju og þar mun skólakór Salaksóla syngja nokkur lög. Svo verður haldið til baka í skólann og allir fá kakó og smákökur. Tónlistarfólk úr 10. bekk mun troða upp og skemmta gestum. Gaman væri að sem flestir kæmu með vasaljós eða höfuðljós til að hafa í göngunni. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum og gott væri ef einhverjir gætu hjálpað til meðan á þessu stendur.

Hlökkum til að sjá ykkur  
Foreldrafélag Salaskóla

Birt í flokknum Fréttir.