Heillandi fyrstubekkingar


Fyrstubekkingar ásamt kennurum sínum buðu foreldrum upp á gleðistund í salnum í morgun með sýnishorni  úr samsöng og tónmennt vetrarins. Þau komu öguð á svið og sungu við raust hinar ýmsu vísur og lög svo allir gátu ekki annað en hrifist með.  Á eftir var foreldrum boðið að koma í bekkina þar sem afrakstur þemaverkefna voru til sýnis. Þar voru t.d flottir teiknaðir fuglar til sýnis eins og sendlingar, músarindlar, spóar og stelkar.

Birt í flokknum Fréttir.