Rafræn próf í Salaskóla


Í Salaskóla taka nemendur gjarnan rafræn próf en það eru próf sem eru tekin með hjálp tölvunnar inni á námsvef Salaskóla. Í sumum tilfellum birtist einkunn nemanda í lok prófsins.

Lesa meira

Skín í rauðar skotthúfur


Já, þær voru sannarlega flottar jólasveinahúfurnar sem nemendur og starfsfólk skartaði í dag enda hinn árlegi rauði dagur hér í Salaskóla en þá er mælst til þess að sem flestir klæðist einhverju rauðu. Þetta setur mjög skemmtilegan svip á skólann.

Lesa meira

Skemmtilegar eðlisfræðitilraunir


Nýlega voru níundubekkingarnir, krummarnir, að gera tilraunir í eðlisfræði með því að yfirvinna þyngdarafl jarðar. Með gosflöskum fylltum af vatni og þurrís tókst að skjóta 2 lítra flösku 2x hærra en Salaskóli það eru ca 14 metra upp í himininn.

Lesa meira

Himbrimar meistarar


Bekkjarmeistaramót Salaskóla í skák fór fram í dag, föstudag og urðu úrslitin á þann veg að Himbrimar sigruðu með flesta vinninga. Efstu lið voru Himbrimar 8. b. með 16,5 vinninga, Krummar 9. b.  með 16 vinninga og Súlur 6. b. með 13,5 vinning. Í liði Himbrima voru Eyþór Trausti (1b), Baldur Búi (2b) og Aron Ingi (3b). 

  

Lesa meira

Aðventuganga foreldrafélagsins 7. desember

 Hin árlega aðventuganga foreldrafélagsins verður þriðjudaginn 7. desember kl 17:15. Safnast verður saman í Salaskóla þar sem Skólahljómsveit Kópavogs leikur jólalög meðan börn og foreldrar tygja sig í gönguna. Hljómsveitin byrjar að spila 5-10 mín yfir fimm. Gengið verður að Lindakirkju og þar mun skólakór Salaksóla syngja nokkur lög. Svo verður haldið til baka í skólann og allir fá kakó og smákökur. Tónlistarfólk úr 10. bekk mun troða upp og skemmta gestum. Gaman væri að sem flestir kæmu með vasaljós eða höfuðljós til að hafa í göngunni.

Lesa meira

Góðar niðurstöður

Niðurstöður rannsóknarinnar Heilsa og lífskjör skólanema eru býsna góðar fyrir krakka í Salaskóla. Rannsóknin var framkvæmd skólaárið 2009-2010 og náði til nemenda í 6., 8. og 10. bekk. Sem dæmi má nefna að krakkarnir hérna og í Smáraskóla fá sér oftar morgunverð í viku hverri en önnur börn á landinu, þau eru undir landsmeðaltali í sælgætisáti, […]

Lesa meira

Skipulagsdagur kennara

Skipulagsdagur kennara verður föstudaginn 26. nóvember og er þá ekki skóli hjá nemendum. Kennsla hefst skv. stundaskrá á mánudaginn.

Lesa meira

Bekkjarmót Salaskóla í skák 2010


Undanrásum er nú lokið í bekkjamóti Salaskóla. Alls kepptu 32 lið í undanrásum eða rétt um 100 krakkar. Efstu 3 lið úr yngsta flokki, efstu 4 lið af miðstigi og efstu 5 liðin úr unglingadeild halda síðan áfram og keppa um titilinn Bestu bekkur Salaskóla í skák 2010 að morgni 3 desember 2010. Tómas Rasmus er mótsstjóri.

Lesa meira

Heillandi fyrstubekkingar

Fyrstubekkingar ásamt kennurum sínum buðu foreldrum upp á gleðistund í salnum í morgun með sýnishorni  úr samsöng og tónmennt vetrarins. Þau komu öguð á svið og sungu við raust hinar ýmsu vísur og lög svo allir gátu ekki annað en hrifist með.  Á eftir var foreldrum boðið að koma í bekkina þar sem afrakstur þemaverkefna voru til […]

Lesa meira

Rosastuð á Reykjum


Sjá fleiri myndir hér.
Eftirfarandi bréf barst skólanum frá Reykjum þar sem sjöundu bekkingar dveljast:
Hér á Reykjum ræður gleðin ríkjum. Nemendur dvelja kátir við leik og störf. Læra náttúrfræði, byggðarsögu, fræðast um undraheim auranna og sprikla í íþróttum og sundi. Á milli þess er "chillað" á herbergjum, keppt í borðtennis og billiard eða bara haft gaman saman. Krakkarnir okkar standa sig með prýði og eru sér og sínum til sóma. Svo er gaman að fylgjast með þeim mynda vinatengsl við krakkana úr Flataskóla. Við látum fylgja hér eina dagbókarfærslu sem fangar stemmninguna vel:

Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu


Í tilefni af Degi íslenkrar tungu sem er í dag, 16. nóvember, buðu nemendur í 5. og 6. bekk foreldrum og nemendum í yngri bekkjum að koma á sal og hlusta á þau flytja ljóð og vísur. Skáldið Jónas Hallgrímsson var heiðrað með flutningi á mörgum ljóðum hans, fagurlega skreytt myndverkum, og nemendur sýndu svo sannarlega leikræna tilburði í flutningi. Einnig voru sungnar vísur við undirleik þeirra sjálfra og Ragnheiðar tónmenntakennara. Krakkarnir og kennararnir þeirra eiga heiður skilið fyrir þessa vönduðu dagskrá.

Lesa meira

Góður námsárangur í 10. bekk

Nemendur í 10. bekk í Salaskóla stóðu sig vel á samræmdu könnunarprófinu nú í haust. Í öllum greinunum, íslensku, ensku og stærðfræði var niðurstaðan vel fyrir ofan landsmeðaltal. Í íslensku var meðaltal skólans 6,6 og landsmeðaltali 6,2. Í stærðfræði var meðaltal skólans 7,2 en landsmeðaltalið 6,5 og í ensku var meðaltal skólans 8,0 en […]

Lesa meira