Upplýsingar um skíðaferðina kl. 8

Erum að leita upplýsinga um hvort opið er í Bláfjöllum í dag. Vitum það kl. 8 og látum vita hér og á facebook. 

Lesa meira

Fyrstubekkingar buðu foreldrum í heimsókn

Dagurinn hjá fyrstubekkingum í Salaskóla hófst með foreldrasýningu í salnum. Foreldrar mættu í morgunsárið inn í sal  og krakkarnir sungu fyrir þau fjölmörg lög undir stjórn Heiðu og Ragnheiðar tónmenntakennara og síðan fóru þau með langt ljóð um dýrin í Afríku með tilheyrandi söng. Salurinn var einmitt skreyttur með þeirra eigin litríku myndum af […]

Lesa meira

Páskabíngó foreldrafélagsins

Hið geysivinsæla páskabingó foreldrafélagsins verður n.k. þriðjudag, 24. mars, og sem fyrr munum við tvískipta því svona: 1. – 5. bekkur verður frá 17:00 – 19:00 6. – 10. bekkur verður frá 20.00 – 22.00 5. bekkur getur þó valið hvort þau vilja mæta með yngri eða eldri hópnum. Muna að taka reiðufé með […]

Lesa meira

Allir fóru út að skoða sólmyrkvann

Jafnt nemendur, kennarar sem starfsfólk fóru út að skoða sólmyrkvann í morgun eins og nærri má geta.. Margir voru stórhrifnir en nokkrir höfðu á orði að þetta væri nú ekkert merkilegt. Myndir frá skoðun sólmyrkvans í Salaskóla eru  hér.

Lesa meira

Hönd í hönd í kringum Salaskóla

Um klukkan 11 þennan morguninn fórum við, nemendur og starfsfólk skólans, út og tókumst í hendur og mynduðum keðju í kringum skólann. Þetta átti að vera táknrænt og við gerðum þetta vegna þess að við erum á móti kynþáttamisrétti. Við ætlum þannig að standa saman um margbreytileika í okkar samfélagi. Það er álit okkar […]

Lesa meira

Peðaskákmót í Salaskóla

SigurvegararFimmtudaginn 12.03.2015  var haldið sérstakt skákmót fyrir byrjendur í skák í Salaskóla. 

Lesa meira

Niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins komnar

Niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins voru að berast. Þær eru komnar á heimasíðuna undir skólinn – mat á skólastarfi. Og svo eru hún bara hér: Foreldrakönnun Skólapúlsins 2014-2015, Salaskóli

Lesa meira

Laugafarar

Laugafarar hafa flýtt brottför frá Laugum og leggja af stað kl. 9 á föstudagsmorgun. Sleppa því við vonda veðrið. 

Lesa meira

Upplestrarkeppninni frestað vegna veðurs

Upplestrarkeppninni sem átti að vera í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs í dag er frestað vegna veðurs um óákveðinn tíma

Lesa meira

Veðrið versnar

Veðrið er að versna og hvasst við skólann. Við sendum litlu krakkana ekki gangandi heim úr dægradvölinni og höldum þeim inni þar til þau verða sótt. Biðjum foreldra samt að vera rólega í vinnunni og rjúka ekki af stað út í vonda veðrið:-)

Lesa meira

9. bekkur á Laugum þessa viku

Nemendur í 9. bekk eru nú að stíga upp í rútu sem fer með þá í skólabúðirnar á Laugum í Sælingsdal. Þarf verða þau þessa viku. Unnið verður að ýmsum verkefnum og ekki kæmi á óvart að Laxdæla bæri eitthvað á góma.  

Lesa meira

Skipulagsdagur föstudaginn 13. mars

Næstkomandi föstudag, 13. mars, verður skipulagsdagur í Salaskóla. Daginn nota kennarar í að meta starfið undanfarna mánuði og leggja línurnar fyrir síðasta áfanga skólaársins. Þá verður einnig gengið frá umbótaáætlun vegna úttektar sem Menntamálaráðuneytið gerði á Salaskóla rétt fyrir jól. Það eru sem sagt ærin verkefni sem liggja fyrir sem ekki gefst tími til […]

Lesa meira