afhending

Spjaldtölvur afhentar kennurum skólans

afhending .

 

 

  kennarar

Í bítið í morgun fór fram afhending spjaldtölva af gerðinni ipad til allra kennara Salaskóla. Afar góð stemmning var á meðal kennara við afhendinguna og sannarlega skein áhuginn úr svip þeirra. Á næstu dögum verður boðið upp á námskeið fyrir kennara í notkun og meðhöndlun tækisins. Miklar vonir eru bundnar við að með notkun spjaldtölvunnar verði mikil beyting á kennsluháttum á öllum aldursstigum. Margir kennarar eiga vafalaust eftir að nýta sumarfríið til að læra á tækið, skoða smáforrit og þá möguleika sem tækið gefur og því má segja slíkt fikt getur verið af hinu góða. Kópavogsbær mun sennilega koma til móts við óskir kennara um tæknilega aðstoð í sumar. 

Birt í flokknum Fréttir.