Skólaslit miðvikudaginn 10. júní

Miðvikudaginn 10. júní eru skólaslit og þeim verður skipt í tvennt. Helmingur nemenda í 1. – 9. bekk mætir kl. 10 og hinn kl. 10:30. Í fyrstu verður safnast saman í anddyri skólans þar sem við eigum góða stund saman og eftir það gengur hver bekkur til sinnar stofu með umsjónarkennara sínum. Foreldrar eru velkomnir ef þeir vilja. Skólaslitin taka um 40 mínútur. Dægradvölin er opin frá kl. 8 – 12. Þeir sem ætla að nýta hana verða að láta vita. Við látum síðar vita á hvaða tíma hver bekkur á að mæta á skólaslitin.

Birt í flokknum Fréttir og merkt .