Umsóknir um mötuneyti og dægradvöl

Nú hefur orðið sú breyting að umsóknir um hádegismat, dægradvöl og ávexti á nú að fylla út í íbúagátt Kópavogsbæjar.

Breytingar á mataráskrift og dægradvalartíma á einnig að gera þar.

Allir sem ætla að hafa börnin sín í mat og/eða dægradvöl frá og með skólabyrjun þurfa að FYLLA ÚT UMSÓKN í SÍÐASTA LAGI 20. ágúst.

Hvernig er farið inn í íbúagáttina?

Farið er inn á íbúagáttina á heimasíðu Kópavogsbæjar og skráið ykkur inn í gáttina með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Þá komist þið þar inn og getið skráð börnin ykkar í mat, dægradvöl og ávaxtaáskrift (ávaxtaáskrift á við nemendur á yngsta stigi og miðstigi).

Umsókn um systkinaafslátt:

Þeir sem eiga rétt á systkinaafslætti í dægradvöl sækja um hann í íbúagáttinni. Það er þó ekki hægt að gera fyrr en umsókn hefur verið samþykkt. Þannig að þið þurfið að fara aftur inn á gáttina og gera þetta.

Mikilvægt er að allir sem eiga rétt á systkinaafslætti sæki um á viðkomandi eyðublaði.

Það þarf að sækja um systkinaafslátt fyrir 20. ágúst svo afsláttur taki gildi 1. september.

Ef barn er bæði í sumardvöl (fyrir 1. bekkinga) og dægradvöl þarf að sækja um afslátt í sitt hvoru lagi.

Hvernig veit ég hvort búið sé að samþykkja umóknirnar mínar ?

Til að fylgjast með þínum umsóknum ferðu inn á Málin mín, þar getur þú t.d. séð hvort umsóknir þínar hafa verið samþykktar.

Fara í Málin mín og opna málið (umsókn).

• Smella á takkann Breyta umsókn (fjólublár kassi á mynd 1 að neðan).
• Til að skrá barn úr þjónustu er valið Afskrá (blár kassi á mynd 2 að neðan) og beiðni send.
• Hægt er að breyta öðrum áskriftarupplýsingum (t.d. dvalartímum) neðar á breytingarumsókninni.
• Hægt er að sækja um áskrift, gera breytingar á áskrift eða segja upp áskrift til 20. hvers mánaðar.
Breytingar taka gildi frá næsta mánuði á eftir.

 

 
Birt í flokknum Fréttir.