Skíðaferð frestað
Það verður ekki farið í Bláfjöll í dag. Færi er ómögulegt. Sem sagt venjulegur skóladagur hjá unglingadeild í dag.
Lesa meiraFræðslufundir um netfíkn fyrir foreldra í 5. – 8. bekk
Næsta föstudag, 2. mars, verður fræðslufundur um netfíkn hér í Salaskóla fyrir foreldra og nemendur í 5. og 6. bekk. Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur fræðir foreldra og það er mjög mikilvægt að allir foreldrar mæti, eiginlega bara skyldumæting. Fundurinn hefst kl. 815 og er í klukkukstund. Þegar Eyjólfur Örn hefur rætt við foreldra mun […]
Lesa meiraInnritun fyrir næsta skólaár
Innritun 6 ára barna (fædd 2012) fer nú alfarið fram í gegnum íbúagátt á vef bæjarins https://ibuagatt.kopavogur.is Opnað verður fyrir skráningu 1. mars 2018 og stendur hún til 8. mars. Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast milli skólahverfa og þeirra sem flytja í Kópavog eða koma úr einkaskólum. Haustið 2018 munu skólar […]
Lesa meiraVitlaust veður í fyrramálið
Veðurstofan spáir vitlausu veðri í fyrramálið í Kópavogi og víðar. Veðrið verður að líkindum mjög slæmt þegar krakkar halda af stað i skólann og foreldrar í vinnu. Eins og endranær munum við opna skólann á réttum tíma foreldrar verða sjálfir að meta hvort og hvenær þeir koma börnum sínum í skólann. Líklegt er að […]
Lesa meiraNotið hringtorgið við skólann
Ef þið þurfið að aka börnunum í skólann t.d. vegna leiðinda veðurs þá biðjum við ykkur um að nota hringtorfið við skólann til að sleppa þeim út. Það er miklu öruggara en að fara inn á bílaplanið. Strætó er hættur að fara í hringtorgið og þetta er því í góðu lagi. Ef það er […]
Lesa meiraVont veður aftur / bad weather again
English below Nú hefur Veðurstofa Íslands spáð fyrir um appelsínugula viðvörun með suðaustan stormi fyrir höfuðborgarsvæðið í dag milli 16:30 og 19:30. Veður hefur versnað á höfuðborgarsvæðinu og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs. Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. […]
Lesa meiraFylgið börnum í skólann /
Það er mikið rok í Salahverfi nú í morgunsárið með rigningu. Sumsstaðar eru hálkublettir. Það þarf því að fylgja börnunum í skólann. Þetta á við um börn 12 ára og yngri, unglingarnir meta hvort þeir treysti sér til að ganga eða vilji far með foreldrum sínum. Þar sem þetta mun skapa mikið umferðaröngþveiti við […]
Lesa meiraÓveður – röskun / bad weather – disruption
Veðurhorfur í fyrramálið eru ótryggar. Fylgist vel með veðri áður en þið sendið börn ykkar í skólann. Skólinn verður væntanlega opnaður á tilsettum tíma en erfitt getur verið fyrir börn að fara leiðar sinnar í skólann. Við setjum líka upplýsingar á heimasíðu skólans og facebook. Vegna álags á símkerfi biðjum við ykkur um að […]
Lesa meiraLúsían – myndband
Hér er glænýtt myndband frá Lúsíunni okkar í Salaskóla 13. desember sl. Mér þessu óskum við ykkur gleðilegra jóla, árs og friðar. Þökkum gott samstarf á árinu sem er að líða. Skólastarf hefst skv. stundaskrá 4. janúar 2018. Lúsían 2017
Lesa meiraÁríðandi fundur fyrir foreldra í Salaskóla í dag
Að gefnu tilefni boða stjórn Foreldrafélags Salaskóla og skólastjórnendur til fundar í sal skólans þriðjudaginn 24. október kl. 17:30 – 18:30. Tilgangur fundarins er að upplýsa uppákomur sem orðið hafa við Hörðuvallaskóla á kvöldin, hópamyndanir m.a. með þátttöku barna úr Salaskóla. Einnig munum við ræða hvernig megi bregðast við eignaspjöllum og þjófnaði sem hefur […]
Lesa meiraNiðurstöður Skólapúlsins frá síðasta skólaári
Hér er komin skýrsla um niðurstöður Skólapúlsins fyrir skólaárið 2016-2017. Allir nemendur í 6. – 10. bekk taka þátt í Skólapúlsinum og hann gefur því býsna gott yfirlit yfir viðhorf nemenda til skólans. Smellið hér til að fá skýrsluna.
Lesa meiraStarfsfólk Salaskóla í námsferð til Brighton 4. – 8. október
Starfsfólk Salaskóla verður í námsferð í Brighton dagana 4. – 8. október. Það verður því engin kennsla frá hádegi miðvikudagsins 4. október og á fimmtudag og föstudag, 5. og 6. október. Dægradvölin er opin frá hádegi á miðvikudag og allan fimmtudaginn en hún er lokuð á föstudag.
Lesa meira