code

Gaman að forrita

code
Músarrindlarnir komu í tölvuver í dag til að taka þátt í verkefninu „The Hour of Code“ eða Klukkustund kóðunar eins og það útleggst á íslensku. Um er að ræða viðburð á heimsvísu sem stendur í eina viku frá 8.  til 14. desember. 

Markmiðið er að börn á öllum aldri í heiminum sameinist í kóðunarverkefnum. Markið er sett á að 100 milljónir barna ljúki einhvers konar verkefnum af þessu tagi á einni viku.  Tilgangurinn með verkefninu er að nemendur tuttugustu og fyrstu aldarinnar fái tækifæri til að fást við kóðun (forritun) því það þroski þá í að leita leiða og lausna sem er góður undirbúningur fyrir framtíðarstörf og líf í tæknivæddu þjóðfélagi.

Krakkarnir í 3. bekk sýndu verkefnunum gífurlegan áhuga og samvinna varð mikil við lausn þeirra. Með því að smella hér má sjá verkefnin sem krakkarnir eru að fást við. Þau ganga á venjulegar tölvur, spjaldtölvur, snjalltæki og jafnvel án tækja. Valin er íslenska við lausn þeirra. Fleiri bekkir í Salaskóla ætla að taka þátt í þessum verkefnum í vikunni.

sulur

Lestrarkeppni á miðstigi lokið

sulurSpurningakeppninni Lesum meira lauk í vikunni með því að súlur og svölur kepptu til úrslita. Súlurnar mörðu sigur með einu stigi á svölurnar og fá því bikar keppninnar til varðveislu í eitt ár. Veitt voru bókaverðlaun fyrir fyrsta og annað sætið. Allir bekkir fengu viðurkenningarskjal þar sem þeim var þökkuð þátttaka í keppninni. Stuðningslið bekkjanna fengu einnig úthlutað ákveðnum heitum eftir því hvernig þau stóðu sig í hvatningu fyrir liðið sitt. Svölurnar voru frumlegasta stuðningsliðið, himbrimar til fyrirmyndar, súlurnar það skrautlegasta, tjaldarnir þeir litríkustu og tildrurnar fjörugasta stuðningsliðið. Lómar þóttu hressasta stuðninsgliðið, flórgoðar með bestu hvatninguna og loks voru vepjurnar þær prúðustu. Til gamans má segja frá því að vepjurnar sem eru fimmtubekkingar var sá bekkur sem las mest allra á undirbúningstímanum.  Flott hjá þeim. Markmiðið með Lesum meira lestrarkeppninni er að nemendur verði víðlesnari,  auki við orðaforða sinn og að áhugi á bóklestri eflist. Það er von okkar að þau markmið hafi náðst að einhverju leyti. 

Viðurkenningar fyrir fjölgreindaleika og hlaup

myndifrett
Verðlaunaafhending fjölgreindaleikanna fór fram í vikunni. Þá voru allir nemendur skólans kallaðir á sal sem var þétt setinn.  Þrjú efstu liðin fengu viðurkenningu og valdir voru tveir bestu liðsstjórarnir sem eru þau Bjarmar og Karitas.  Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir norræna skólahlaupið en þar stóðu bekkirnir krummar, súlur og sólskríkjur upp úr. Sjá nánari umfjöllun og myndir á fésbókinni.    Einnig myndir í myndasafni skólans.

leikskoli

„Vinir úr Salaskóla“

leikskoli
Í tilefni af Degi gegn einelti fóru nemendur úr 9. og 10. bekk í heimsókn í leikskólana föst. 7.11. og unnu með börnunum að ýmsum verkefnum í tengslum við þemað Vinir úr Salaskóla sem er samstarfsverkefni við leiksskólana Fífusali og Rjúpnahæð. Meðfylgjandi eru myndir frá þessum degi úr leikskólanum í Fífuseli. 

IMG 0207

Góðir gestir í heimsókn

IMG 0207
Við höfum fengið góða gesti til okkar í nóvember. Rithöfundurinn Gunnar Helgason kom til okkar og las upp  úr nýju bókinni sinni „Gula spjaldið í Gautaborg“. Krakkarnir tóku honum vel og margir gáfu sig á tal við hann eftir upplesturinn. Töframaðurinn Einar og aðstoðarkona hans kíktu á krakkana í 1. – 4. bekk og sýndu töfrabrögð upp úr nýrri bók sem er að koma út. Það er mikil tilbreyting að fá góða gesti í heimsókn og von er á fleirum síðar í þessum mánuði.
Myndir frá heimsóknunum.

Gengur vel á Reykjum

Frábær stemning hér á Reykjum. Kvöldvakan hjá krökkunum gekk mjög vel og voru okkar krakkar með skemmtiatriði eins og leiki, dans og söng. Í kvöld var diskótek þar sem var mikið dansað og sungið, allir tóku þátt í gleðinni. Á morgun, fimmtudag, fá krakkarnir að velja sér vinnustöðvar og síðan seinnipartinn verður hárgreiðslukeppnin mikla sem gengur út á það að stelpurnar eiga að greiða strákunum. Frumlegasta hárgreiðslan vinnur.

Allt gengur mjög vel. Myndir

lestrark

Víðlesnir nemendur á miðstigi keppa sín á milli

lestrarkSpurningakeppnin LESUM MEIRA 2014, sem er lestrarkeppni á miðstigi, hófst í morgun með því að flórgoðar og tjaldar kepptu sín á milli. Afar skrautleg og flott lið mættu til leiks þennan morguninn með hvatningaspjöld í stíl við skrautlegan klæðnað og andlitsmálningu. Flórgoðar báru sigur úr bítum að þessu sinni með litlum mun stiga en bæði liðin stóðu sig afbragðs vel. Síðar í vikunni mætast tildrur og vepjur og þannig koll af kolli þar til fundin hafa verið tvö lið til að keppa til úrslita sem verður í lok nóvember.

Markmiðið með keppninni er að nemendur verði víðlesnari, auki við orðaforða sinn og áhugi á bókalestri eflist. Lið bekkjanna þurfa að svara spurningum er reyna á almenna kunnáttu, ýmislegt úr heimi bókmenntanna og lesefni bókanna sem teknar eru fyrir í þessari keppni. Krakkarnir hafa einmitt verið að lesa ákveðnar bækur fyrir keppnina til að undirbúa sig fyrir keppnina. Skipuð eru bekkjarlið með 5 nemendum en bekkurinn stendur á bak við liðið með allan sinn bókalestur og fær tækifæri til að hala inn stig þegar spurningum er beint til hans.  Liðin fá úthlutað ákveðnum litum og mega skreyta sig þeim lit í keppninni.  Myndir frá keppninni.

sveitin

Sjöundubekkingar ánægðir á Reykjum

sveitin
7. bekkur skemmtir sér mjög vel hér á Reykjum. Fjölbreytt og spennandi dagsskrá er í boði og þau taka þátt í öllu með bros á vör og erum við kennarar stoltir af okkar fólki. Dagarnir eru uppfullir af fræðslu, íþróttum, útiveru, leik og frjálsum tíma. Kvöldvökur eru fastir liðir og í kvöld (28.11.) munu nemendur sjá um skemmtiatriðin.

Stanslaust stuð og sæla í sveitinni! Fleiri myndir.

útikennsla í 4. bekk 006

Gaman í útikennslunni

útikennsla í 4. bekk 006
Nemendur í 4. bekk voru heldur glaðir á dögunum þegar ákveðið var að fara í útikennslustofuna í einni smiðjunni

sem ber heitið útikennsla. Byrjað var á því að kveikja eld á eldstæði, þá voru pylsur grillaðar og loks var farið í leiki í góða veðrinum. Eins og myndirnar bera með sér var þetta notaleg stund og áreiðanlega heilmikill fróðleikur fólginn í þessu fyrir krakkana í leiðinni.    Myndir frá útikennslusmiðju í 4. bekk

for

Foreldradagur

for
Í dag, fimmtudaginn 9. október, er foreldradagur í Salaskóla. Strax í morgunsárið komu nemendur með foreldrum sínum til að funda með umsjónarkennaranum sínum. Þá er farið yfir hvernig námið hefur gengið frá haustinu, hvort eitthvað megi betur fara en einnig gefst hér gott tækifæri til að hrósa ef vel gengur.

Nemandinn setur sér gjarnan markmið fyrir næsta tímabil á slíkum fundum. Einnig er farið yfir ástundun og rætt um framkomu nemandans í skólanum. Þetta eru góðir dagar þar sem gefst tóm til að ræða saman og vonandi fara allir heim með góða tilfinningu fyrir þeim vikum sem framundan eru. Á morgun, 10. október, er svo  skipulagsdagur kennara og því enginn skóli hjá nemendum. Skóli hefst skv. stundaskrá á mánudaginn.