IMG 0428

Brunaæfing í dag

IMG 0428Brunabjalla skólans glumdi um  kl. 9. í morgun og allt benti til þess að væri eldur. En allir vissu að um brunaæfingu var að ræða sem nauðsynlegt er að hafa öðru hverju. Þegar slíkt er æft er farið eftir ákveðnu skipulagi og allir safnast saman úti á sparkvelli með tilheyrandi nafnakalli. Æfingin gekk óvanalega vel og tók afar stuttan tíma að rýma skólann. Nú verður farið yfir hvernig æfingin gekk og skoðað hvort eitthvað má betur fara. Aftur er stefnt að brunaæfingu næsta haust. 

upplestrarkeppni 2015

Sigurvegarar upplestrarkeppni grunnskólanna

upplestrarkeppni 2015

Aníta Daðadóttir hreppti 1. sætið í upplestrarkeppni grunnskólanna í Kópavogi og Björn Breki Steingrímsson 2. sætið. Þau eru bæði nemendur í Salaskóla. Þetta er stórglæsilegur árangur hjá þeim enda tóku þátt í keppninni 18 bestu upplesarar í 7. bekk í Kópavogi. Til hamingju með þennan frábæra árangur.

fyrstubekkingar

Fyrstubekkingar buðu foreldrum í heimsókn

fyrstubekkingar
Dagurinn hjá fyrstubekkingum í Salaskóla hófst með foreldrasýningu í salnum. Foreldrar mættu í morgunsárið inn í sal  og krakkarnir sungu fyrir þau fjölmörg lög undir stjórn Heiðu og Ragnheiðar tónmenntakennara og síðan fóru þau með langt ljóð um dýrin í Afríku með tilheyrandi söng. Salurinn var einmitt skreyttur með þeirra eigin litríku myndum af dýrunum í Afríku. Gaman var að sjá hvað krakkarnir stóðu sig vel og allir voru með. Eftir sýninguna í salnum fóru foreldrar í heimsókn í stofur krakkanna þar sem þeir fengu að skoða hvaða verkefni eru í gangi. 

Myndir frá sýningunni í salnum.

solmyrkvi

Allir fóru út að skoða sólmyrkvann

solmyrkviJafnt nemendur, kennarar sem starfsfólk fóru út að skoða sólmyrkvann í morgun eins og nærri má geta.. Margir voru stórhrifnir en nokkrir höfðu á orði að þetta væri nú ekkert merkilegt. Myndir frá skoðun sólmyrkvans í Salaskóla eru  hér.

hondihond

Hönd í hönd í kringum Salaskóla

hondihond

Um klukkan 11 þennan morguninn fórum við, nemendur og starfsfólk skólans, út og tókumst í hendur og mynduðum keðju í kringum skólann. Þetta átti að vera táknrænt og við gerðum þetta vegna þess að við erum á móti kynþáttamisrétti. Við ætlum þannig að standa saman um margbreytileika í okkar samfélagi. Það er álit okkar að ekki eigi að mismuna vegna útlits og uppruna. Við erum ólík og eigum að fá að njóta þess. Myndir.

 

Mynd: Reynir Jónasson

 

Sigurvegarar

Peðaskákmót í Salaskóla

SigurvegararFimmtudaginn 12.03.2015  var haldið sérstakt skákmót fyrir byrjendur í skák í Salaskóla. 

Alls mættu 49 krakkar til leiks en þau höfðu ekki öll nægilega þolinmæði til að klára. Þannig að ca. 40 krakkar komust alla leið í gegnum mótið. Veitt voru verðlaun fyrir duglegustu krakkana  gull silfur og brons.

Efst stúlkna varð Dóra Jensína Þorgilsdóttir úr 2. b. Steindeplum. Efstur drengja varð Kjartan Sigurjónsson úr  2. b. Maríuerlum. Nánari úrslit.

3. bekkur

Meistaramót 2015 í skák

3. bekkur

Meistaramót í skák 2015 fór fram í dag, föstudaginn 6. mars, þar sem allir árgangar skólans kepptu innbyrðis. Einnig var keppt  í ákveðnum aldursbilum þar sem þrír efstu fengu verðlaunastyttu og sá efsti hlaut auk þess bikar. Efstur að stigum og meistari meistaranna í Salaskóla 2015 varð síðan sjöttubekkingurinn Sindri Snær Kristófersson. Við óskum honum og öðrum góðum skákmönnum skólans innilega til hamingju. Á meðfylgjandi mynd eru sigurvegarar í 3. bekk.  Skoðið fleiri myndir frá verðlaunaafhendingu. Nánari úrslit frá mótinu má skoða hér.

forsida

Upp er runninn öskudagur …

forsida

forsida3
Í skólann í dag eru mættar alls kyns furðulegar verur eins og Svarrhöfði sjóari, Mindkcraftkallar, beinagrindur, Tómas ofurlæknir, Ninja, lítil börn með snuddur og margir fleiri. Einnig brá fyrir gangandi Nýmjólkurfernu áðan og með henni í ferð var bleikur pakki með slaufu. Allt þetta furðulega lið ætlar að stunda nám í Salaskóla í dag. En hversu mikið er lært fer litlum sögum af enda verkefnin meira til skemmtunar og um að gera að allir hafi gaman að. Eldri nemendur sjá m.a. um andlitsmálningu fyrir þá  yngri og diskótek í salnum. Um hádegið er svo pizzaveisla áður en krakkarnir fara heim úr skólanum. Sjá myndir hér.

Fleiri myndir frá öskudegi í Salaskóla.

Úrslitamót yngsta stigs í skák

Úrslitamót yngsta stigs Salaskóla í skák fór fram föstudaginn 13. febrúar. Efstur á þessu móti varð Gunnar Erik Guðmundsson 2b. Maríuerlum en hann sigraði alla sína andstæðinga. Hér má sjá nánari úrslit. Úrslitin liggja nú fyrir, efstu fjórir úr hverjum árgangi komast áfram á lokamótið nema úr 3. bekk fara efstu fimm. Föstudaginn 6. mars verður síðan lokamótið Meistari meistaranna í Salaskóla árið 2015. Mótsstjóri er Tómas Rasmus

skolaþing

Skólaþing í Salaskóla

skolaþing
Skólaþing var haldið í Salaskóla í gær, 12. febrúar. Nemendur úr 5. – 10. bekk settust saman í blönduðum aldurshópum og ræddu ýmis málefni er tengjast skólanum. Margar góðar niðurstöður fengust sem nú er verið að vinna úr og verða kynntar síðar. Sjá nánar um skólaþingið á fésbókarsíðu Salaskóla.