Sigurvegarar

Peðaskákmót í Salaskóla

SigurvegararFimmtudaginn 12.03.2015  var haldið sérstakt skákmót fyrir byrjendur í skák í Salaskóla. 

Alls mættu 49 krakkar til leiks en þau höfðu ekki öll nægilega þolinmæði til að klára. Þannig að ca. 40 krakkar komust alla leið í gegnum mótið. Veitt voru verðlaun fyrir duglegustu krakkana  gull silfur og brons.

Efst stúlkna varð Dóra Jensína Þorgilsdóttir úr 2. b. Steindeplum. Efstur drengja varð Kjartan Sigurjónsson úr  2. b. Maríuerlum. Nánari úrslit.

Birt í flokknum Fréttir og merkt .