for

Foreldradagur

for
Í dag, fimmtudaginn 9. október, er foreldradagur í Salaskóla. Strax í morgunsárið komu nemendur með foreldrum sínum til að funda með umsjónarkennaranum sínum. Þá er farið yfir hvernig námið hefur gengið frá haustinu, hvort eitthvað megi betur fara en einnig gefst hér gott tækifæri til að hrósa ef vel gengur.

Nemandinn setur sér gjarnan markmið fyrir næsta tímabil á slíkum fundum. Einnig er farið yfir ástundun og rætt um framkomu nemandans í skólanum. Þetta eru góðir dagar þar sem gefst tóm til að ræða saman og vonandi fara allir heim með góða tilfinningu fyrir þeim vikum sem framundan eru. Á morgun, 10. október, er svo  skipulagsdagur kennara og því enginn skóli hjá nemendum. Skóli hefst skv. stundaskrá á mánudaginn.  

Birt í flokknum Fréttir.