vala

Skákin komin í sumarfrí í Salaskóla.

vala
Mikil aðsókn hefur verið á skákæfingar í Salaskóla í vetur oftast á milli 30 og 40 krakkar á hverri æfingu. Á lokaæfingunni 7.05.2013 mættu tæplega 30 krakkar og fengu þau að taka þátt í sérstakri skákþrautakeppni. Veitt voru verðlaun fyrir bestu lausnir hjá drengjum og stúlkum. 

Bestu lausnir í stúlknaflokki átti Guðrún Vala Matthíasdóttir  í 6. bekk mávum. 
Bestu lausnir í drengjaflokki átti  Ágúst Unnar Kristinsson  6. bekk kríum. Vala og Ágúst eru því skákþrautadrottning og skákþrautakóngur Salaskóla árið 2013.

kiwanis

Kiwanis kemur færandi hendi

kiwanis

Í dag fór fram afhending reiðhjólahjálma til fyrstu bekkinga hér í Salaskóla en þetta verkefni Kiwanishreyfingarinnar er í samstarfi við Eimskip í ár eins og undanfarin ár. Nemendur í 1. bekk voru boðaðir á sal til þess að taka á móti hjálmunum úr hendi félaga í Kiwanisklúbbnum Eldey í Kópavogi. Krakkarnir voru afar ánægð með heimsóknina, tóku á móti gjöfinni glöð í bragði og tóku loforð af þeim félögum að nota hann alltaf við hjólreiðar. Þau þökkuðu síðan Kiwanismönnum fyrir sig með því að syngja fyrir þá skólasöng Salaskóla.

vorsklinn

Vorskólinn okkar

vorsklinn
Í gær komu væntanlegir fyrstubekkingar Salaskóla í heimsókn í skólann til að taka þátt í vorskólanum. Þeir voru hressir og kátir og voru flestir alveg til í að kveðja mömmu og pabba á meðan þeir prófuðu að setjast aðeins á skólabekk. Tekið var til við hin ýmsu verkefni í skólastofunum, litað, teiknað, hlustað á sögu og prófað að borða nesti. Allir fóru glaðir heim eftir skemmtilega heimsókn og hlökkum við til að sjá þau aftur í dag sem er seinni dagur vorskólans. Þá verður einnig fundurmeð foreldrum á meðan nemendur eru að ljúka við vorskólann. 

grunnthaettir

Nám til framtíðar

grunnthaettir


Í menntastefnu nýrrar aðalnámskrá eru sex grunnþættir sem varða starfshætti, inntak og umhverfi náms á öllum skólastigum. Þeir eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Árið 2011-2013 var gefin út nú aðalnámskrá fyrir grunnskóla sem tekur mið af þessum grunnþáttum og eiga þeir að vera sýnilegir í öllu skólastarfi í framtíðinni.

 

Hægt er að kynna sér meira um grunnþættina hér eða á samsvarandi tengli hér til hliðar á síðunni.

 

csveit

Íslandsmót barnaskólasveit í skák 2013

csveitÞetta mót var haldið dagana 13. og 14. apríl. Salaskóli sendi 6 lið a, b, c, d, e og f lið. Sjá nánar um úrslit á slóðinni. http://chess-results.com/tnr98007.aspx?lan=1 og umfjöllun á skak.is slóðin: http://skak.blog.is/blog/skak/entry/1293322/ 

Salaskóli var besta f-liðið skipað krökkum úr 2. og 3. bekk. Í því liði voru: Logi Traustason 2. b. Hrossagaukum , Samúel Týr Sigþórsson 2. b. Lóum,  Kjartan Pétur Víglundsson 3. b. Vepjum,  Stefán Orri Guðmundsson 2. b. Hrossagaukum 

Salaskóli var besta e-liðið skipað krökkum úr 3. bekk sem voru Anton Fannar Kjartansson 3. b. Tjöldum, Hlynur Smári Magnússon 3. b. Vepjum,  Gísli Gottskálk Þórðarson 3. b. Tjöldum, Arnór Elí Stefánsson 3. b. Tildrum

Salaskóli var besta d-liðið skipað krökkum úr 4. til 6. bekk. Liðið skiðuðu Andri Már Tómasson   6. b. Mávum, Jóhannes Þór Árnason 5. b. Svölum, Ívar Andri Hannesson 4. b. Jaðrakönum,  Elín Edda Jóhannsdóttir 4. b. Spóum,  Selma Guðmundsdóttir 4. b. Spóum 

Salaskóli var besta c liðið skipað krökkum úr 4.  bekk sem voru Egill Úlfarsson 4. b. Jaðrakönum,  Kári Vilberg Atlason 3. b. Tildrum, Jón Þór Jóhannsson 4. b. Spóum , Sindri Snær Kristófersson 4. b. Jaðrakönum  og  Axel Óli Sigurjónsson 4. b. Spóum. C- lið okkar vakti mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu, voru í toppbaráttunni allan tímann og gjörsigruðu m.a.  b-lið Rimaskóla og fjöldamörg a-lið ýmissa skóla. C liðið okkar varð í 5 sæti yfir heildina. Sjá nánar um úrslit á slóðinni. http://chess-results.com/tnr98007.aspx?lan=1 Sjá fleiri myndir frá mótinu.

gosi-28

Þemavika

gosi-28
Skoðið myndir frá frábærri vinnu nemenda í þemaviku Salaskóla 18. – 22. mars sem ber yfirskriftina BÓKMENNTIR, ÞJÓÐSÖGUR og ÆVINTÝRI.
 

Foreldrum er boðið að koma í hádeginu á föstudaginn til að skoða afrakstur þemavikunnar.

Nýjar myndir koma inn á myndasafnið á hverjum degi. 
Smellið á myndina úr Gosa-hópnum til að skoða myndasafnið.

photo_4

Comeniusar-gestir í heimsókn

photo_4
Þessa vikuna höfum við haft góða gesti 
í heimsókn frá Englandi, Þýskalandi, Spaní og Kýpur. Þetta eru 10 kennarar sem eru þátttakendur í Comeníusar-verkefni sem Salaskóli er einnig hluti af og heitir Europe- Ready, Steady, Go!  Verkefnið hófst í haust og stendur yfir í tvö ár á miðstigi. Nemendur tóku vel á móti gestunum, sýndu þeim skólann og hvað þeir væru að gera í náminu. Kennarar á miðstigi funduðu ásamt erlendu gestunum um stöðu verkefnisins og framgang á næstu vikum. Það er alltaf gaman að fá gesti sérstaklega þegar nemendur eru til mikils sóma og sýna sínar bestu hliðar.  

meistarar_2013

Meistaramót Salaskóla

meistarar_2013Meistaramót Salaskóla fór fram föstudaginn 1. mars og þangað mættu skáksnillingar á öllum aldri til þess að tefla. Skemmst er frá því að segja að meistari meistaranna í SALASKÓLA 2012- 2013 er Eyþór Trausti Jóhannsson í himbrimum sem var hæstur að stigum með 8 stig eftir allar sínar viðureignir. Ef horft er á aldsursstigin urðu úrslit eftirfarandi:

1. – 4. bekkur –  yngsta stig

1. Axel Óli Sigurjónsson  4. b. spóum (6 v.)

2. Egill Úlfarsson 4. b. jaðrökunum (6 v.)

3. Daníel Snær Eyþórsson 4. b. spóum (6 v.)

5. – 7. bekkur – miðstig

1. Jón Otti Sigurjónsson 7. b. teistum (7,5 v.)

2. Jason Andri Gíslason 6. b. kríum (7,5 v.)

3. Aron Ingi Woodward 6. b. kríum (7 v.)

8. – 10. bekkur – unglingastig

1. Eyþór Trausti Jóhannsson 10. b. himbrimum (8 v.)

2. Baldur Búi Heimisson 10. b. himbrimum (7,5 v.)

3. Hildur Berglind Jóhannsdóttir 8. b. kjóum  (7 v.)

Myndir frá mótinu. 

Vetrarleyfi vorannar

Minnt er á að vetrarleyfi er dagana 22. og 25. febrúar. Þá daga fellur allt starf niður á vegum skólans, einnig í dægradvölinni. Skóli hefst aftur skv. stundaskrá þriðjudaginn 25. febrúar.

meistaramt_salaskla_033

Meistaramót Salaskóla í skák 1.-4. bekkur

meistaramt_salaskla_033Meistaramót Salaskóla yngsti flokkur 1.- 4. bekkur,  56 keppendur, fór fram í dag 14.02.2013 í Salaskóla. Þetta var úrtökumót þannig að efstu þrír úr hverjum árgangi halda síðan áfram og keppa um meistaratiltil Salaskóla 1.mars.2013 Við lok 7 umferðar birtust góðir gestir Hrafn Jökulsson og Róbert Lagerman með yngstu fulltrúana úr Kínverska landsliðinu í skák. Þessi heimsókn var í tilefni þess að vináttulandsleikur Kína og Íslands í skák fer fram um helgina sjá nánar: http://skak.blog.is/blog/skak/entry/1282816/ 

Fulltrúar Kína sem komu í heimsókn voru:
Bu Xiangzhi, fæddur 1985 (2675). Varð stórmeistari aðeins 13 ára, einn af allra bestu skákmönnum heims.
Wei Yi, fæddur 1999 (2501). Aðeins 13 ára, efstur allra í heiminum 14 ára og yngri. Hann er yngsti alþjóðameistari í heimi og hefur þegar náð tveimur stórmeistaraáföngum.
Tan Zhongyi, fædd 1991. (2466) Stórmeistari kvenna. Varð í tvígang heimsmeistari stúlkna 10 ára og yngri, 2000 og 2001. Heimsmeistari 12 ára og yngri árið 2002.

Þessi þrjú tefldu síðan fjöltefli hvert við um 15 Salaskólakrakka í einu. Því miður tókst okkur ekki að sigra þá en nokkrir krakkar sýndu þó skemmilega baráttu. Má þar nefna Baldur Búa úr 10b. , Hildi Berglindi úr 8b, Þorstein Breka úr 7b, og stöllurnar Völu, Móey og Tinnu úr 6.bekk. Börnin okkar voru sjálfum sér og Salaskóla til mikils sóma.

Úrslitin úr meistaramótinu ( 1.- 4. bekkur 2013)

Sá sem stóð sig best í meistaramótinu var Axel Óli Sigurjónsson en hann sigraði alla andstæðingana sína og fékk 7 vinninga, í öðru sæti varð Sindri Snær Kristófersson með 6 vinninga. Jafnir í þriðja til fjórða sæti voru síðan félagarnir Kári Vilberg og Anton Fannar með 5,5 vinninga. Nánari úrslit úr meistaramótinu verða síðan kynnt á mánudaginn.

Mótsstjóri var Tómas Rasmus kennari og honum til aðstoðar Ragnhildur Edda Þórðardóttir úr 9b. og Hildur Berglind Jóhannsdóttir  úr 8b. 
MYNDIR