kiwanis

Kiwanis kemur færandi hendi

kiwanis

Í dag fór fram afhending reiðhjólahjálma til fyrstu bekkinga hér í Salaskóla en þetta verkefni Kiwanishreyfingarinnar er í samstarfi við Eimskip í ár eins og undanfarin ár. Nemendur í 1. bekk voru boðaðir á sal til þess að taka á móti hjálmunum úr hendi félaga í Kiwanisklúbbnum Eldey í Kópavogi. Krakkarnir voru afar ánægð með heimsóknina, tóku á móti gjöfinni glöð í bragði og tóku loforð af þeim félögum að nota hann alltaf við hjólreiðar. Þau þökkuðu síðan Kiwanismönnum fyrir sig með því að syngja fyrir þá skólasöng Salaskóla.

Birt í flokknum Fréttir.