meistaramt_salaskla_033

Meistaramót Salaskóla í skák 1.-4. bekkur

meistaramt_salaskla_033Meistaramót Salaskóla yngsti flokkur 1.- 4. bekkur,  56 keppendur, fór fram í dag 14.02.2013 í Salaskóla. Þetta var úrtökumót þannig að efstu þrír úr hverjum árgangi halda síðan áfram og keppa um meistaratiltil Salaskóla 1.mars.2013 Við lok 7 umferðar birtust góðir gestir Hrafn Jökulsson og Róbert Lagerman með yngstu fulltrúana úr Kínverska landsliðinu í skák. Þessi heimsókn var í tilefni þess að vináttulandsleikur Kína og Íslands í skák fer fram um helgina sjá nánar: http://skak.blog.is/blog/skak/entry/1282816/ 

Fulltrúar Kína sem komu í heimsókn voru:
Bu Xiangzhi, fæddur 1985 (2675). Varð stórmeistari aðeins 13 ára, einn af allra bestu skákmönnum heims.
Wei Yi, fæddur 1999 (2501). Aðeins 13 ára, efstur allra í heiminum 14 ára og yngri. Hann er yngsti alþjóðameistari í heimi og hefur þegar náð tveimur stórmeistaraáföngum.
Tan Zhongyi, fædd 1991. (2466) Stórmeistari kvenna. Varð í tvígang heimsmeistari stúlkna 10 ára og yngri, 2000 og 2001. Heimsmeistari 12 ára og yngri árið 2002.

Þessi þrjú tefldu síðan fjöltefli hvert við um 15 Salaskólakrakka í einu. Því miður tókst okkur ekki að sigra þá en nokkrir krakkar sýndu þó skemmilega baráttu. Má þar nefna Baldur Búa úr 10b. , Hildi Berglindi úr 8b, Þorstein Breka úr 7b, og stöllurnar Völu, Móey og Tinnu úr 6.bekk. Börnin okkar voru sjálfum sér og Salaskóla til mikils sóma.

Úrslitin úr meistaramótinu ( 1.- 4. bekkur 2013)

Sá sem stóð sig best í meistaramótinu var Axel Óli Sigurjónsson en hann sigraði alla andstæðingana sína og fékk 7 vinninga, í öðru sæti varð Sindri Snær Kristófersson með 6 vinninga. Jafnir í þriðja til fjórða sæti voru síðan félagarnir Kári Vilberg og Anton Fannar með 5,5 vinninga. Nánari úrslit úr meistaramótinu verða síðan kynnt á mánudaginn.

Mótsstjóri var Tómas Rasmus kennari og honum til aðstoðar Ragnhildur Edda Þórðardóttir úr 9b. og Hildur Berglind Jóhannsdóttir  úr 8b. 
MYNDIR

Birt í flokknum Fréttir og merkt .