csveit

Íslandsmót barnaskólasveit í skák 2013

csveitÞetta mót var haldið dagana 13. og 14. apríl. Salaskóli sendi 6 lið a, b, c, d, e og f lið. Sjá nánar um úrslit á slóðinni. http://chess-results.com/tnr98007.aspx?lan=1 og umfjöllun á skak.is slóðin: http://skak.blog.is/blog/skak/entry/1293322/ 

Salaskóli var besta f-liðið skipað krökkum úr 2. og 3. bekk. Í því liði voru: Logi Traustason 2. b. Hrossagaukum , Samúel Týr Sigþórsson 2. b. Lóum,  Kjartan Pétur Víglundsson 3. b. Vepjum,  Stefán Orri Guðmundsson 2. b. Hrossagaukum 

Salaskóli var besta e-liðið skipað krökkum úr 3. bekk sem voru Anton Fannar Kjartansson 3. b. Tjöldum, Hlynur Smári Magnússon 3. b. Vepjum,  Gísli Gottskálk Þórðarson 3. b. Tjöldum, Arnór Elí Stefánsson 3. b. Tildrum

Salaskóli var besta d-liðið skipað krökkum úr 4. til 6. bekk. Liðið skiðuðu Andri Már Tómasson   6. b. Mávum, Jóhannes Þór Árnason 5. b. Svölum, Ívar Andri Hannesson 4. b. Jaðrakönum,  Elín Edda Jóhannsdóttir 4. b. Spóum,  Selma Guðmundsdóttir 4. b. Spóum 

Salaskóli var besta c liðið skipað krökkum úr 4.  bekk sem voru Egill Úlfarsson 4. b. Jaðrakönum,  Kári Vilberg Atlason 3. b. Tildrum, Jón Þór Jóhannsson 4. b. Spóum , Sindri Snær Kristófersson 4. b. Jaðrakönum  og  Axel Óli Sigurjónsson 4. b. Spóum. C- lið okkar vakti mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu, voru í toppbaráttunni allan tímann og gjörsigruðu m.a.  b-lið Rimaskóla og fjöldamörg a-lið ýmissa skóla. C liðið okkar varð í 5 sæti yfir heildina. Sjá nánar um úrslit á slóðinni. http://chess-results.com/tnr98007.aspx?lan=1 Sjá fleiri myndir frá mótinu.

Birt í flokknum Fréttir og merkt .