Skák í Salaskóla skólaárið 2007-08
Heimsmeiatarar: Skólaárið 2007- 2008 hefur verið ansi viðburðarríkt í skákheiminum í Salaskóla.Við byrjuðum haustið á því að fagna heimsmeistartiltlinum í liðakeppni skóla fyrir 14 ára og yngri. 5 krakkar úr Salaskóla fóru ásamt þjálfara sínum Hrannari Baldurssyni 12. júlí til Pardubice í Tékklandi þar kepptu þau til sigurs á heimsmeistarmóti skóla í skák og urðu fyrsta […]
Lesa meiraHjólabretti, hlaupahjól, reiðhjól og hjólaskór
Að gefnu tilefni skal tekið fram að
- hjólabretti og hlaupahjól séu geymd heima á skólatíma en dregin fram eftir að skóla lýkur
- krakkarnir komi ekki á hjólaskóm í skólann þar sem þeir skemma dúkinn á skólagöngunum
- þeir sem koma á reiðhjóli í skólann hafi hjálm á höfðinu.
Þetta var ákveðið á kennarafundi fyrr í dag. Smellið á "lesa meira" fyrir frekari rökstuðning.
86% foreldra ánægðir með Salaskóla
86% foreldra í Salaskóla eru ánægð með skólann skv. foreldrakönnuninni sem lögð var fyrir í apríl. Rúmlega 8% hafa ekki skoðun og tæp 6% eru óánægð. Sambærilegri spurningu svöruðu foreldrar í grunnskólum Reykjavíkur árið 2006 og þá voru 80% foreldra ánægð með skólann sem barnið þeirra var í, rúmlega 12% höfðu ekki skoðun og […]
Lesa meiraSkák í Salaskóla
Skák hefur verið iðkuð af kappi í Salaskóla um árabil. Strax á fyrsta starfsári skólans, árið 2001, var skákborðum komið fyrir víðsvegar um skólann, bæði í kennslustofum og á göngum og nemendur hvattir til að tefla í skólanum. Einn af kennurum skólans, Margrét Sveinsdóttir, sýndi skákinni sérstakan áhuga, hvatti nemendur til að tefla […]
Lesa meira8. bekkingar fóru í Alviðru
Nemendur í himbrimum og lómum gerðu sér ferð í Alviðru, umhverfis- og fræðslusetur Landverndar, ásamt kennurum sínum á dögunum. Þar er tekið á móti nemendum í náttúrufræðiskoðun. Krakkarnir fóru m.a. í fuglaskoðun, könnuðu Þrastaskóg og tóku sýni sem voru skoðuð í smásjá. Myndirnar tala sínu máli.
Lesa meiraVorskóli í Salaskóla fyrir börn fædd 2002
Ágætu foreldrar tilvonandi 1. bekkinga!
Ykkur er boðið að koma með barnið ykkar í vorskóla fimmtudaginn 8. maí og föstudaginn 9. maí. Skólastundin hefst kl. 14:00 báða dagana og er til kl. 15:30. Börnin þurfa ekkert að hafa með sér. Fyrri daginn verður fræðslufundur fyrir foreldra. Við leggjum áherslu á að báðir foreldrar mæti. Þeir sem komast af einhverjum ástæðum ekki þessa daga verða að láta okkur vita. Ef barn hefur ekki verið innritað þarf að hafa samband við skólann strax.
Lesa meira
Frí á morgun – uppstigningardag /1. maí
Eins og fram kemur á skóladagatali er frí í skólanum á morgun, uppstigningardag, sem einnig ber upp á frídag verkalýðsins 1. maí.
Lesa meiraÖflugir skákmenn í Salaskóla
Vel gekk í skákinni hjá ferðalöngum á Bolungarvík. Patrekur Maron Magnússon vann alla sína andstæðinga í 11 skákum og stóð uppi sem sigurvegari í mótinu og er Íslandsmeistari í skólaskák. Jóhanna Björg hafnaði í 5. sæti í sama flokki en í yngri fllokknum tók Guðmundur Kristinn fjórða sætið og Birkir Karl það áttunda. Þetta eru […]
Lesa meiraKeppst við í skákinni
Fjórir nemendur úr Salaskóla unnu sér inn rétt til að tefla á landsmóti í skólaskák sem fram fer dagana 24.- 27. apríl á Bolungarvík. Það eru þeir Birkir Karl Sigurðsson og Guðmundur Kristinn Lee í yngri flokki en í þeim eldri eru þau Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Patrekur Maron Magnússon. Það fréttist rétt í […]
Lesa meiraGleðilegt sumar
Starfsfólk Salaskóla óskar nemendum og aðstandendum þeirra gleðilegs sumars með kærri þökk fyrir veturinn.
Lesa meiraInnritun fyrir næsta skólaár
Þeir sem eru að flytja í hverfið og ætla að setja börn sín í Salaskóla eru beðnir að tilkynna okkur það sem fyrst. Einnig þurfum við að vita ef börn flytjast úr Salaskóla í annan skóla. Tilkynnið breytingar til skrifstofu Salaskóla í síma 570 4600 – netfang asdissig@kopavogur.is
Lesa meiraViðhorfakönnunin – meirihluti hafnar skólabúningum!
Á miðnætti á laugardag lauk viðhorfakönnuninni meðal foreldra. Könnunin fór fram á vefnum og alls svöruðu henni 391 foreldri. Gera má ráð fyrir að það séu foreldrar um 70% barna í Salaskóla. Við munum vinna úr könnuninni eins hratt og við getum og kynna niðurstöður fyrir foreldrum. Meðan á heildarvinnslu stendur má búast við […]
Lesa meira