Teistur

Hér eru myndasögusýningar nemenda í teistum.

Nemendur í 3. – 4. bekk sóttu námskeið í myndasögugerð í apríl og maí. Myndasögugerðin var  einstaklingsverkefni og gekk út á að velja sér ákveðið viðfangsefni t.d. um gæludýr, áhugamál eða íþróttagrein.  Nemandinn safnaði myndum tengt viðfangsefninu sem hann valdi sér.   Hann lærði að vista þær í eigin möppu í tölvunni og vinna í einfaldri myndvinnslu eftir þörfum. Þá raðaði hann myndunum í ákveðna röð inn í forrit sem heitir Photostory. Í því forriti bjó hann til texta við myndirnar, sumir talsettu og síðan var valin tónlist sýningarinnar sem valin var af kostgæfni í hverju tilfelli fyrir sig. Að síðustu var  birtingarform myndanna ákveðið t.d. koma þær fljúgandi inn frá einu horni eða birtast eins og stjarna. Sýningar krakkanna opnast í Media player.

Gjörið svo vel að skoða afraksturinn hér.

Góða skemmtun.

Birt í flokknum Fréttir.