gngum__sklann_004.jpg

Göngugarpar Salaskóla

gngum__sklann_004.jpgAð undanförnu hefur átakið "Göngum í skólann" verið í gangi í Salaskóla. Nemendur merktu við sig á skjali bekkjarins að morgni ef þeir höfðu gengið í skólann. Með þessu móti gátu bekkirnir safnað punktum. Nú er ljóst að nemendur í þremur bekkjum voru duglegastir að ganga í skólann. Með flest stig voru mávarnir, síðan komu riturnar og loks steindeplar. Verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin sem var hvorki meira né minna en gullskór, silfurskór og bronsskór.

Margir nemendur aðrir stóðu sig með mikilli prýði og tóku átakið mjög alvarlega. Meðan á átakinu stóð var greinilegt að umferð við skólann minnkaði til muna sem gerði leiðina í skólann öruggari í alla staði. Við óskum nemendum í Salakóla til hamingju með þennan góða árangur og einnig foreldrum þeirra sem hafa stutt dyggilega við bakið á sínum börnum. Flott hjá ykkur! Höldum áfram á þessari braut næsta vetur.

Hér á síðunni má sjá mávana með gullskóinn. Einnig er mynd af ritunum með silfurskóinn og Unni kennara taka við honum og loks steindeplana úti í sólinni.

gngum__sklann_002.jpggngum__sklann_003.jpg   gngum__sklann_005.jpg

Birt í flokknum Fréttir.