adrenalin.jpg

Vorhátíð Salaskóla

Nú er komið að árlegri vorhátíð foreldrafélags Salaskóla

Skólaslit eru fimmtudaginn 5 júní n.k. kl 14.00 og hefst vorhátíðin í  beinu framhaldi af því. Að venju verður eitthvað skemmtilegt um að vera , leiktæki , tónlist og að sjálfsögðu pylsur á grillinu. Ungir og ferskir tónlistarmenn kíkja í heimsókn og gleðja okkur með söng og spili. Mætum öll og skemmtum okkur með krökkunum síðasta daginn fyrir frí.

Foreldrafélagið óskar  eftir góðri aðstoð bekkjarfulltrúa og foreldra við grill , leiktæki ofl.

Hafsteinn er búinn að panta gott veður , ef enginn er við til að taka við pöntun hans og veður verður með versta móti þá er viðbúið að við flýjum inn í skóla eða íþróttahús. (Nánar augl. síðar ef líkur eru á að veður hrekki okkur verulega, við látum ekki auðveldlega reka okkur inn.)

Foreldrafélagið óskar nemendum, starfsfólki og foreldrum gleðilegs sumar og þakkar fyrir samstarf vetrrins.adrenalin.jpg

Birt í flokknum Fréttir.