Hækkun á matarverði

Máltíðin í mötuneyti Salaskóla hefur að undanförnu verið á 235 kr. Vegna verðhækkana síðustu mánuði sjáum við okkur tilneydd til að hækka matarverðið í 250 kr. máltíðina. Hækkun þessi gildir frá næstu mánaðamótum. Við viljum einnig biðja foreldra um að virða gjalddaga, því að við eigum erfitt með að standa í skilum ef gjöldin […]

Lesa meira

Áfram samstarf við HK

Fyrir áramót tókum við upp samstarf við íþróttafélagið HK um æfingar fyrir yngri börn á dægradvalartíma krakkanna. Rúta kom í skólann og fór með nemendur í íþróttahúsið Kórinn og skilaði þeim svo aftur hingað. Þetta heldur áfram nú í janúar, óbreytt að mestu. Þó er sú breyting að þetta verður á mánudögum og föstudögum, […]

Lesa meira

Salaskóli á meðaltalinu

Niðurstöður samræmdra könnunarprófa í 4. og 7. bekk bárust í þann mund sem jólafrí brast á. Við höfum reiknað út meðaltalið fyrir skólann og er það nánast það sama og landsmeðaltal. Taflan sýnir útkomuna:    Salaskóli  Landsmeðaltal    4. bekkur íslenska  6,4  6,2    4. bekkur stærðfræði  6,8  6,8    7. bekkur íslenska  6,8 […]

Lesa meira

Mikil veikindi í Salaskóla

Talsverð forföll eru nú meðal starfsfólks Salaskóla og þrátt fyrir góðan vilja tekst okkur ekki að manna þau öll. Við látum yngstu nemendur ganga fyrir og þurfum stundum að grípa til þess ráðs að fella niður kennslu hjá eldri nemendum. Vonandi gengur þetta hratt yfir.

Lesa meira

Náttúrufræði 8.-10. bekk

  Náttúrufræði krækjur   Hér höfum við safnað saman nokkrum krækjum  sem henta vel til náms í Náttúrufræðum. Veldu efnisþátt hér að neðan. Gangi ykkur vel TR. og JP. Forsíða Erfðafræði Líffræði Efnafræði Eðlisfræði Jarðfræði Stjörnufræði Vistfræði

Lesa meira

Danska í 8. – 10. bekk

salaskoli.is    Danska í Salaskóla                                           Afþreying   Málfræðivefur: http://www.fsu.is/vefir/elisav/malfraedivefur/  Tungebrækkere Danski Disneyvefurinn Multidansk er líka skemmtilegur vefur Danski krónprinsinn Kongehuse   Legolandi Tivoli Dýragarðinum í Kaupmannahöfn   Bakken Bonbonland http://www.duda.dk/http://www.duda.dk/ http://www.jubii.dk/http://www.jubii.dk/ Góð dönskusíða http://www.skolatorg.is/kerfi/engjaskoli/bekkir/default.asp?bk=40 Margt skemmtilegt og fróðlegt […]

Lesa meira

Gleðilegt ár – skólastarf hefst mánudaginn 7. janúar

Starfsfólk Salaskóla óskar nemendum og foreldrum gleðilegs árs og þakkar samstarfið á liðnu ári. Skólastarf hefst mánudaginn 7. janúar skv. stundaskrá. Föstudaginn 4. janúar er starfsdagur í skólanum. Þá munu kennarar vinna ýmsa mikilvæga undirbúningsvinnu og annað starfsfólk skólans sækir námskeið í skyndihjálp og öryggismálum. Vegna þessa námskeiðs verður dægradvölin lokuð.

Lesa meira

Jólastund hjá yngstu nemendunum

Nemendur í 1. og 2. bekk buðu foreldrum sínum til jólastundar í bítið í morgun. Þeir sungu fyrir þau lögin sem þeir hafa verið að æfa í samsöngnum í vetur og flautunemendur í þessum bekkjum spiluðu á flauturnar sínar af hjartans list. Foreldrar tóku undir sönginn hjá krökkunum og virtust njóta vel þessarar aðventustundar.

Lesa meira

Kennsluáætlun

Þetta er kennsluáætlun fyrir 1. – 2. bekk. 

Lesa meira

7. bekkingar á Reykjum

Það er allt gott að frétta úr Hrútafirðinum þar sem 7. bekkingar dveljast í eina viku í skólabúðum ásamt nemendum úr Ölduselsskóla og Grunnskóla Snæfellsbæjar. Allir eru ánægðir og glaðir og skemmta sér hið besta. Nemendur eru vaktir snemma á morgnana og eftir morgunmat byrjar dagskrá og nám sem stendur til kl. 17. Eftir […]

Lesa meira

Námsvefir 5. – 7. bekkur

 Stærðfræði    Íslenska   Landið  Náttúran   Ýmislegt    Þrautir Rökhugsun Ritum rétt Íslandskort Húsdýrin Vélritunaræfingar        Námsleikir Learning games for kids Margföldunarleikir Æfingar í stafsetningu Jarðfræðivefurinn Landspendýr Fingrafimi 2 Þjálfaðu minnið Reiknum Lestur og stafsetning Lönd heimsins Fuglavefurinn Fingrafimi 1 Þjálfaðu einbeitnina Brotaleikur Ritfærni Fjaran og hafið- leikir Sorpuleikir Enska – Um Ísland […]

Lesa meira