Skíðaferð 9. bekkja

Mánudaginn 18. febrúar fer 9. bekkur í skíðaferð í Bláfjöll. Lagt verður af stað frá skólanum kl. 10:30 og nemendur eiga því ekki að mæta fyrr en þá. Gist verður eina nótt og lagt af stað úr Bláfjöllum kl. 14:30 á þriðjudeginum. Við verðum í skíðaskála Breiðabliks en þar er mjög góð aðstaða fyrir hópinn.  Mánudaginn 18. febrúar fer 9. bekkur í skíðaferð í Bláfjöll. Lagt verður af stað frá skólanum kl. 10:30 og nemendur eiga því ekki að mæta fyrr en þá. Gist verður eina nótt og lagt af stað úr Bláfjöllum kl. 14:30 á þriðjudeginum. Við verðum í skíðaskála Breiðabliks en þar er mjög góð aðstaða fyrir hópinn. 

Smellið á lesa meira til fyrir frekari upplýsingar.

 Matur

Nemendur koma sjálfir með nesti að öðru leyti en því að kvöldmatur verður sameiginlegur. Þeir nemendur sem ekki eru í mat þurfa að borga fyrir hann 250 kr.

Klæðnaður og svefnpoki

Allir verða að koma vel klæddir og með nóg af hlýjum aukafötum.  Ekki gleyma húfum, vettlingum og ullarsokkum. Nemendur eiga líka að koma með svefnpoka. 

Kostnaður

Skólinn borgar skálagjald  og rútukostnað en nemendur greiða sjálfir lyftukort og fyrir leigu á skíðabúnaði, ef um slíkt er að ræða. 

Skíðabúnaður

Sumir eiga sjálfir skíði eða bretti. Við hvetjum þá sem ekki eiga að athuga hvort þeir geti fengið lánað hjá ættingjum. Skíðaleiga er í Bláfjöllum, og þeir sem ætla að nota hana þurfa að láta okkur vita í síðasta lagi á föstudag, 15. febrúar, ef á að leigja búnað. Verð fyrir daginn er 2500 kr. fyrir skíða-  eða brettapakka.  

Skíðakennsla fyrir alla

Við verðum með margreynda úrvals skíðakennara með okkur sem kennir bæði byrjendum og lengra komnum. 

Aðstoð foreldra

Aðstoð foreldra er mjög vel þegin.   Fínt er ef einhverjir vilja koma og vera allan tímann, en ekki síður gott að fá aðstoð hluta af tímanum.  Þeir sem ætla að bjóða fram krafta sína hafi samband við skrifstofu skólans – sími 570 4600 eða sendi tölvupóst á asdissig@kopavogur.is. 

Kvöldvaka

Um kvöldið verður kvöldvaka og við biðjum nemendur að huga að skemmtiatriðum og leikjum til að fara í þar.

Fararstjórar

Nokkrir kennarar og starfsmenn Salaskóla fara með og aðstoða nemendur eftir því sem þörf er á. 

Reglur

Í skíðaferðinni gilda skólareglur og skálareglur.  Nemendur verða að fara eftir þessum reglum og hlýða kennurum og starfsmönnum. Verði misbrestur á því er tafarlaust hringt í foreldra og þeir beðnir um að sækja barn sitt.  Skiljið GSM – síma eftir heima, það er mikil hætta á að týna þeim. Sama má segja um ipod. Hver og einn ber ábyrgð á sínum farangri og ef eitthvað týnist ber nemandinn sjálfur fulla ábyrgð á því.

Upplýsingar

Hafið samband ef eitthvað er óljóst og þið óskið frekari upplýsinga.

Birt í flokknum Fréttir.