Margir komu á opið hús
Myndasýningar:
Hraðskák bæjarstjóra og skákmeistara
Á sal: samsöngur 1.-2. bekkinga og skólakórinn
Grænfáninn dreginn að húni
Gaman var að sjá hversu margir lögðu leið sína í skólann í dag til að skoða afrakstur vetrarins. Þar voru mættir foreldrar, systkini, ömmur, afar og nemendur úr nágrannaskólum. Ýmsar uppákomur voru á sal t.d. sungu yngstu nemendur af mikilli innlifun í samsöng, skólakórinn undir stjórn Ragnheiðar Haraldsdóttur bauð upp á vandaða og skemmtilega söngdagskrá og loks sýndu 7. bekkingar frumsamið leikrit sem góður rómur var gerður að.
Lesa meiraOpið hús í Salaskóla í dag
Frá kl. 8:00 – 11:00 í dag er margt um að vera í Salaskóla. Opið hús fyrir foreldra. Kl. 845 er samsöngur yngri barna á sal skólans. M.a. júróvisionlagið Kl. 9:00 hraðskák – bæjarstjórinn gegn Guðmundi Kristni Lee í nýja bókasafninu Kl. 915 syngur kórinn í salnum Kl. 935 fær skólinn afhentan Grænfánann í […]
Lesa meiraKríur
Hér eru myndasögusýningar nemenda í kríum vorið 2009 Nemendur í 4. bekk sóttu námskeið í myndasögugerð í apríl og maí. Myndasögugerðin var einstaklingsverkefni og gekk út á að "ferðast" á Google Earth sem er á netinu og taka myndir á meðan á ferðalaginu stóð. Nemandinn lærði á ýmsa möguleika í Google Earth, að afrita myndir inni í […]
Lesa meiraTeistur
Hér eru myndasögusýningar nemenda í teistum. Nemendur í 3. – 4. bekk sóttu námskeið í myndasögugerð í apríl og maí. Myndasögugerðin var einstaklingsverkefni og gekk út á að velja sér ákveðið viðfangsefni t.d. um gæludýr, áhugamál eða íþróttagrein. Nemandinn safnaði myndum tengt viðfangsefninu sem hann valdi sér. Hann lærði að vista þær í eigin möppu í tölvunni og vinna […]
Lesa meiraMávar
Hér eru myndasögusýningar nemenda í mávum vorið 2009 Nemendur í 4. bekk sóttu námskeið í myndasögugerð í apríl og maí. Myndasögugerðin var einstaklingsverkefni og gekk út á að "ferðast" á Google Earth sem er á netinu og taka myndir á meðan á ferðalaginu stóð. Nemandinn lærði á ýmsa möguleika í Google Earth, að afrita myndir inni í […]
Lesa meiraRitur
Hér eru myndasögusýningar nemenda í ritum vorið 2009 Nemendur í 4. bekk sóttu námskeið í myndasögugerð í apríl og maí. Myndasögugerðin var einstaklingsverkefni og gekk út á að "ferðast" á Google Earth sem er á netinu og taka myndir á meðan á ferðalaginu stóð. Nemandinn lærði á ýmsa möguleika í Google Earth, að afrita myndir inni í […]
Lesa meiraForeldrum boðið í Salaskóla 27. maí
Þriðjudaginn 27. maí bjóðum við foreldrum nemenda í 1. - 7. bekk í skólann frá kl. 8:10 - 10:00. Ýmislegt verður um að vera í kennslustofum, á göngum, í salnum og á skólalóðinni. Munir sem nemendur hafa búið til verða til sýnis, skólakórinn syngur, krakkar spila á hljóðfæri, lesa upp ljóð, sýna leikrit, syngja og svo framvegis. Hægt er að kaupa sér kaffi og vöfflu til að gæða sér á. Þá er hægt að fylgjast með kennslu í bekkjum og í smiðjum í verklegum greinum. Nánar um dagskrá ef þú smellir á "Lesa meira"
Lesa meiraSumarlestur fyrir krakka í Salaskóla
Borist hefur bréf frá Bókasafni Kópavogs þar sem sagt er frá að safnið efni til sumarlesturs fyrir 6-12 ára börn í Kópavogi. Það er tímabilið frá júní til ágúst - eða á sama tíma og nemendur eru í sumarleyfi frá skólanum.
Tilgangur námskeiðsins sumarlestur er að nemendur geti haldið áfram að þjálfa lesttrarfærni sína í sumar. Öll börn geta fengið lánþegakort sem eru þeim að kostnaðarlausu. Aðeins þarf samþykki foreldris eða forráðamanns. Bæði Lindasafnið og Aðalsafnið bjóða upp á sumarlestur.
Lesa meira
Grillstemning í hádeginu
Við gerðum okkur lítið fyrir í dag og grilluðum hádegismatinn okkar úti í dýrðlegu veðri. Boðið var upp á eldsteikta hamborgara með tilheyrandi meðlæti. Krakkarnir voru að vonum kát með framtakið og tóku vel til matar síns. Áform eru um að endurtaka slíkt grill fljótlega. Allir hjálpuðust að við grillið og hér má m.a. sjá húsvörðinn taka til hendinni við grillverkin. Nemendur í 10. bekk voru einnig duglegir að hjálpa til og sáu til þess að bera fram máltíðina fyrir aðra nemendur skólans. Ef smellt er á lesið meira má sjá fleiri myndir frá þessu skemmtilega hádegi.
Lesa meiraÁtak í næstu viku! Allir í Salaskóla ganga í skólann.
Vikuna 26.- 30. maí ætlum við að gera smá átak og hvetja alla nemendur til að ganga í skólann. Ef nemandi býr í öðru hverfi má fara fyrr úr strætó eða bílnum og ganga smá spöl. Við hvetjum sérstaklega krakka í prófum að koma gangandi því það hressir, bætir og kætir.
Umsjónarkennarar fá blöð hjá gönguhópnum þar sem stimplað er í reit á hverjum degi hjá viðkomandi nemanda ef hann kemur gangandi í skólann. Bekkurinn sem gengur mest í skólann fær mjög áhugaverð verðlaun. Verðlaun eru fyrir 2. og 3. sæti.
Tíu góðar ástæður til að ganga saman í skólann
- Það vekur mann
- Það er hressandi ...
Lundar
Hér eru myndasögusýningar nemenda í lundum vorið 2009 Nemendur í lundum sóttu námskeið í myndasögugerð í apríl og maí. Myndasögugerðin var einstaklingsverkefni og gekk út á að "ferðast" á Google Earth sem er á netinu og taka myndir á meðan á ferðalaginu stóð. Nemandinn lærði á ýmsa möguleika í Google Earth, að afrita myndir inni í hugbúnaðinum og […]
Lesa meira