Til foreldra og nemenda

Skólasetning verður föstudaginn 22. ágúst en tímasetningar verða auglýstar nánar hér á síðunni er nær dregur. 

Innkaupalistar eru í vinnslu og verða aðgengilegir á vefsíðunni föstudaginn 15. ágúst. Skólastarf fer rólega af stað  fyrstu dagana og því ætti að vera nægur tími fyrir nemendur að útvega sér stílabækur og möppur. Skólataska er þó nauðsynleg frá fyrsta degi og það sama má segja um blýanta, strokleður og yddara.

Birt í flokknum Fréttir.