Röskun á skólastarfi vegna óveðurs
Tilmæli um viðbrögð foreldra og forráðamanna Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS), skipuð framkvæmdastjórum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, fól SHS að útbúa, í samvinnu við fræðsluyfirvöld allra sveitarfélaganna, reglur fyrir foreldra og skólayfirvöld um röskun á skólastarfi vegna óveðurs. Sjá nánar með því að smella á viðeigandi skjöl: íslenska enska pólska spænska tælenska rússneska
Lesa meiraÞjóðdansar í 2. – 3. bekk
Snemma dags glumdi harmonikkutónlist úr sal skólans. Þegar betur var að gáð voru nemendur í 2. – 3. bekk að æfa þjóðdansa með kennrurunum sínum því að þeir eru að vinna að verkefni um þessar mundir sem heitir "land og þjóð". Liður í því verkefni er að kynnast gömlum hefðum eins og þjóðdönsum og […]
Lesa meiraFundur fyrir foreldra í 5. – 10. bekk
Að undanförnu hefur öryggi barna og unglinga á Netinu mikið verið til umræðu. Þrátt fyrir að margt gott sé að finna á Netinu er þar líka ýmislegt sem þarf að varast og þar geta þrifist hættuleg og neikvæð samskipti. Að þessu tilefni hafa samtökin Heimili og skóli sett af stað vakningarverkefni um jákvæða og örugga notkun barna og unglinga á Netinu. Vakningarverkefnið felst í kynningum fyrir nemendur og foreldra þeirra.´
Í næstu viku verða fundir fyrir nemendur í 5. - 10. bekk hér í Salaskóla og þriðjudaginn 3. mars eru foreldrar boðaðir til fundar kl. 8:00 - 9:00.
Velheppnuð vinavika
Vinaviku er lokið og það er álit manna að vel hafi tekist til. Vinabekkir heimsóttu hvern annan og unnu að ýmsum skemmtilegum verkefnum í skólanum. í lokin voru svo vinbekkirnir kallaðir saman á sal þar sem farið var í leiki sem tengdust vináttu og hjálpsemi. Eldri nemendur voru einstaklega ábyrgðarfullir og sýndu þeim yngri […]
Lesa meiraÖskudagsskemmtun í Salaskóla
Á öskudag verður skemmtun í Salaskóla fyrir alla krakka í 1. – 7. bekk. Hún hefst kl. 13:00 og lýkur kl. 14:30. Allir eiga að mæta í grímubúningi eða öðruvísi en venjulega. Stiginn verður dans, farið í leiki, valinn frumlegasti búningurinn og svo er hægt að fá andlitsmálun fyrir þá sem vilja. Að þessari […]
Lesa meiraVinavika í Salaskóla
Þessa vikuna er svokölluð vinavika í Salaskóla. Þá þurfa allir að finna sér vinabekk, 2 – 3 bekkir saman, gjarnan á ólíkum aldri og vinna saman að skemmtilegum verkefnum. Dæmi eru um sameiginleg listaverk og gerð vinabanda. Einnig er vinþema gjarnan fléttað inn í kennsluna þannig að hver og einn nemandi geri einstaklingsverkefni sem tengist […]
Lesa meiraVetrarleyfi og skipulagsdagur
Vetrarleyfi í skólum Kópavogs er mánudaginn 23. og þriðjudaginn 24. febrúar. Þá er skólinn lokaður. Miðvikudaginn 25. febrúar er skipulagsdagur í Salaskóla og þá eiga nemendur frí, en dægradvölin er opin. Þess má geta að þennan dag verður öskudagsskemmtun í skólanum. Nánar auglýst síðar.
Lesa meiraVinnusamir nemendur í 1. bekk
Föstudaginn 6. febrúar voru 1. bekkingar búnir að vera 100 daga í skólanum. Þá var haldin hátíð og unnið með töluna 100 á mismunandi hátt. Kórónur útbúnar með 100 á, talið 10 sinnum upp í tíu með mismunandi góðgæti og fleira. Í myndasafni eru myndir frá hundraðdagahátíðinni.
Skólahreysti: Vorum hæst í undankeppninni
Annar riðill í undankeppni Skólahreystis fór fram í gær. Skólar frá Kópavogi, Mosfellsbæ,Garðabæ, Álftanesi og Kjalarnesi kepptu innbyrðis í Smáranum. Skemmst er frá því að segja að Salaskóli varð efstur í riðlinum og heldur því áfram keppni. Stórglæsilegur árangur hjá keppnisliði okkar.
Stelpurnar Íslandsmeistarar í skák
Þrjú stúlknalið fóru á Íslandsmeistarmót í skák núna um helgina. Mótið var haldið hér í Salaskóla. Úrslit urðu á þann veg að Salaskóli vann í flokki A liða, B liða og C liða. Öll liðin okkar voru efst að stigum sem er frábær árangur hjá stelpunum. Í einstaklingskeppni varð Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, nemandi í 10. bekk, Íslandsmeistari stúlkna í eldri flokki (fæddar 1993-95) sem er stórglæsileg frammistaða. Hægt er að lesa nánar um úrslitin á skak.is.
Lesa meira
Myndir frá textílmennt
Inn á myndasíðu skólans er kominn linkur sem sýnir sýnishorn af verkum nemenda í textílmennt. Það er þess virði að kíkja og skoða sig um.
Lesa meiraLokað vegna jarðarfarar
Vegna jarðarfarar Óttars Bjarkan Bjarnasonar húsvarðar verður Salaskóli lokaður frá kl. 13:30 föstudaginn 6. febrúar. Vekjum sérstaka athygli á því að dægradvölin er lokuð. Þeir nemendur í 9. og 10. bekk sem eru í vali í MK fara þangað.
Lesa meira