Innritun í framhaldsskóla fyrir haustönn 2010

Rafræn innritun

Innritun í framhaldsskóla er rafræn, þ.e. sótt er um skólavist á netinu. Framhaldsskólar skilgreina sjálfir í samráði við menntamálaráðuneytið inntökuskilyrði á einstakar námsbrautir. Inntökuskilyrði eru birt í skólanámskrá á vefsíðu hvers framhaldsskóla.

Smellið á lesa meira til að fá frekari upplýsingar.

Lesa meira

Skákakademia í Salaskóla

akademia_02.jpgVið hófum störf hjá skákakademiu Kópavogs föstudaginn 29. janúar 2010. Skákakademia Kópavogs er styrkt af skákstyrktarsjóði Kópavogs. Kennarar eru frá Skákskóla Íslands en Salaskóli sér um aðbúnað og aðstöðu. Á myndinni sem fylgir eru eftirtaldir einstaklingar.

Lesa meira

Morgunkaffi – dagsetningar komnar

Nú eru skólastjórnendur að bjóða foreldrum hvers bekkjar í morgunkaffi með spjalli og spekúleringum um skólastarfið. Fundirnir hefjast allir kl. 8:10 og eru á kaffistofu starfsmanna. Að loknu spjalli er bekkurinn heimsóttur. Allt búið kl. 9:00. Dagsetningar eru komnar hér á netið og hægt er að sjá þær með því að smella hér. Við hvetjum […]

Lesa meira

Góðgæti í heimilisfræði

Í heimilisfræði læra nemendur góðar vinnuaðferðir í meðferð matvæla og útbúa alls kyns góðgæti þar sem ákveðnar uppskriftir eru lagðar til grundvallar. Nemendur eru oft spenntir að fá uppskriftir heim til þess að þeir geti prófað sig áfram þar. Uppskriftum nemenda í 1. – 4. bekk hefur verið safnað saman í eina bók og er að […]

Lesa meira

Morgunkaffi fyrir foreldra í 1. bekk

Skólastjórnendur í Salaskóla bjóða foreldrum hvers bekkjar fyrir sig í morgunkaffi einu sinni á vetri. Þriðjudaginn 26. janúar er foreldrum Glókolla boðið. Við byrjum kl. 8:10 og erum á kaffistofu starfsmanna. Bjóðum ykkur velkomin þangað. Á fundinum ræðum við skólastarfið almennt og viljum gjarnan heyra ykkar upplifun, hugmyndir og skoðanir. Eftir spjall heimsækjum við bekkinn. Allt búið […]

Lesa meira

Vetrarleyfi

Vetrarleyfi verður 18. og 19. febrúar. Við vekjum athygli á að við erum með vetrarleyfi á öðrum tíma en aðrir skólar í Kópavogi. Þetta var ákveðið síðasta vor þar sem áhugi er á að hafa börnin í skólanum bolludag, sprengidag og öskudag. Á öskudag verður skóladagur þó styttri en venjulega. Þá verður furðufatadagur í […]

Lesa meira

Foreldraviðtöl á bóndadag

Föstudaginn 22. janúar eru foreldraviðtöl í skólanum. Þá koma nemendur ásamt foreldrum sínum og funda með umsjónarkennara. Farið er yfir námsmat haustannar og lagt á ráðin um vorönnina. Kennarar senda út tíma. Aðrir kennarar eru einnig til viðtals þennan dag. Dægradvölin er opin frá kl. 8:00.

Lesa meira

Matargjaldið hækkar 1. febrúar

Matargjaldið hækkar skv. ákvörðun bæjaryfirvalda 1. febrúar úr 280 kr. máltíðin í 320 kr. eða um 40 kr. á dag. Það mun að jafnaði vera um 800 kr. á mánuði. Við minnum á að tilkynningar um breytingar á áskrift þurfa að berast skrifstofu skólans í síðasta lagi 20. hvers mánaðar.

Lesa meira

Spurningakönnun Fönix

Félagsmiðstöðin Fönix biður nemendur í 8. – 10. bekk að svara könnun. Smellið hér til að svara.  

Lesa meira

Val í unglingadeild – 4. tímabil

Fjórða valtímabilið hefst mánudaginn 25. janúar og stendur til 12. mars. Nemendur geta valið núna og þurfa að klára það í síðasta lagi 19. janúar. Smellið hér til að velja.

Lesa meira

Bekkjarkeppni í skák

skak.jpg

Bekkjarkeppni í skák var haldin í dag í salnum okkar í Salaskóla.
Myndir frá skákmótinu

Lesa meira

Nýtt ár

Nýja árið fer vel af stað í Salaskóla. Krakkarnir koma kátir og hressir eftir góða hvíld í jólafríinu, staðráðin í að standa sig vel í námi og starfi. Vekjum athygli á að skólanámskrá er nú komin inn á heimasíðuna, en hana hefur aðeins verið hægt að nálgast í gengum Mentor í haust. Framundan er […]

Lesa meira