Afmælisgjöf
Salaskóli fékk góða afmælisgjöf sl. föstudag. Það er upplýsingaskjár og kerfi sem gerir okkur mögulegt að láta ýmsar upplýsingar, hrós, fréttir og hvatningu rúlla á skjá í anddyri skólans. Við erum nú að gera það klárt til daglegrar notkunar á næsta mánudag verður það tekið í fulla notkun. Við viljum þakka gefendum en þeir […]
Lesa meiraNýnemum boðið í heimsókn
Nýjum nemendum sem hefja nám við Salaskóla, öðrum en þeim sem fara í 1. bekk, er boðið að heimsækja skólann og skoða hann þriðjudaginn 24. maí kl. 12:30. Foreldrar eiga að sjálfsögðu að koma með.
Lesa meiraViðhorfakönnun – foreldrar
Nú hafa foreldrar fengið senda slóð inn á hina árlegu könnun á viðhorfum foreldra til Salaskóla. Mikilvægt að allir svari. Við erum að undirbúa næsta skólaár og niðurstöður könnunarinnar nýtast okkur í því starfi.
Lesa meiraMyndir frá 10 ára afmælinu
Inn á myndasafn skólans eru komnar myndir frá 10 ára afmælinu. Smellið hér til þess að skoða .
Lesa meiraGóður dagur
Haldið var upp á 10 ára afmæli skólans síðastliðinn föstudag, 13. maí. Skólinn var fallega skreyttur með blöðrum og myndverkum nemenda. Tekið var á móti afmæligestum í aðalanddyri skólans kl. 12:00 með fallegum söng skólakórs Salaskóla. Síðan léku nemendur í tónlistarnámi á fiðlur, þverflautur, gítara og fleiri hljóðfæri í anddyrinu á meðan gestir skoðuðu sig um […]
Lesa meiraVorskólinn tókst vel
Á dögunum komu verðandi fyrstubekkingar í heimsókn í skólann ásamt foreldrum sínum. Þau voru kátt og glöð og hvergi bangin við að setjast á skólabekk og fást við ýmis verkefni. Vorskólinn er í tvo daga í senn og markmiðið með honum er að nemendur og foreldrar heimsæki skólann, fái að skoða aðtæður, kynnist kennurunum og nálgist ákveðnar upplýsingar […]
Lesa meiraSalaskóli 10 ára
Salaskóli heldur upp á 10 ára afmæli sitt 13. maí 2011. Það verður opið hús milli kl. 12:00 og 13:30. Nemendur og starfsfólk taka á móti gestum og sýna afrakstur vinnu sinnar í vetur. Skólakórinn syngur og nemendur í tónlistarnámi spila fyrir gesti. Skólasagan í myndum og aðrar myndir úr skólalífinu verða sýndar.
Lesa meiraGuðmundur Kristinn kjördæmismeistari Reykjaness
Guðmundur Kristinn Lee, Salaskóla, og Vignir Vatnar Stefánsson, Hörðuvallaskóla, urðu kjördæmismeistarar Reykjaness í skólaskák fimmtudaginn 28.04.2011. Guðmundur í eldri flokki en Vignir í þeim yngri. Birkir Karl Sigurðsson, Salaskóla, tryggði sér einnig keppnisrétt á Landsmótinu en hann endaði í 2. sæti í eldri flokki. Hilmir Freyr Heimisson hafnaði í öðru sæti í yngri flokki.
Sigur Guðmundar var einkar glæsilegur og sigraði hann alla sína andstæðinga. En allir fulltrúar Salaskóla náðu verðlaunasæti sem sýnir hversu öflugir okkar krakkar eru í skáklistinni.
Lesa meiraPáskaleyfi
Nemendur fara í páskaleyfi föstudaginn 15. apríl að lokinni kennslu. Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 27. apríl. Þriðjudaginn 26. apríl er skipulagsdagur en dægradvölin er opin frá kl 8:00. Starfsfólk Salaskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska og ánægjulegra frídaga.
Lesa meiraUndirbúningur fyrir árshátíð í fullum gangi
Mikil stemmning ríkir í skólanum fyrir árshátíð nemenda í 8. – 10. bekk sem verður í kvöld. Þema hefur verið í gangi alla vikuna þar sem krakkarnir fengust við ýmislegt sem tengist árshátíðinni. Má þar nefna spurningagerð, vídeóupptökur, skreytingar o.m.fl. Þessa vikuna hafa auk þess ýmsar furðuverur sést á göngum skólans og inni í […]
Lesa meiraÖflugir keppendur frá Salaskóla
Sjö öflugir nemendur úr Salaskóla verða keppendur á Skákþingi Íslands nú um páskana. Keppnin hefst föstudaginn 15.04.2011 kl 18:00. Sjá nánar á vefsíðunni: http://www.skaksamband.is/?c=webpage&id=448. Þeir sem keppa frá Salaskóla eru:
Nafn: Elo Skákfélag
Guðmundur Kristinn Lee 1800 SFÍ
Birkir Karl Sigurðsson 1672 SFÍ
Hildur Berglind Jóhannsdóttir 1062 Hellir
Hilmir Freyr Heimisson 0
Þormar Leví Magnússon 0 Hellir
Jón Smári Ólafsson 0
Jón Otti Sigurjónsson 0 Hellir
Allir á svið
Fyrstubekkingar hafa að undanförnu verið að æfa sig að leika á leiksviði. Teknar voru sögurnar af Gípu og Búkollu og færðar í leikbúning með viðeigandi búningum og heimagerðum leiktjöldum og leikmunum. Markmiðið er að allir nemendur hafi hlutverki að gegna í leikritunum og komist á svið. Krakkarnir stóðu sig með mestu prýði á æfingunum og […]
Lesa meira