Nýnemum boðið í heimsókn

Nýjum nemendum sem hefja nám við Salaskóla, öðrum en þeim sem fara í 1. bekk, er boðið að heimsækja skólann og skoða hann þriðjudaginn 24. maí kl. 12:30. Foreldrar eiga að sjálfsögðu að koma með.

Lesa meira

Viðhorfakönnun – foreldrar

Nú hafa foreldrar fengið senda slóð inn á hina árlegu könnun á viðhorfum foreldra til Salaskóla. Mikilvægt að allir svari. Við erum að undirbúa næsta skólaár og niðurstöður könnunarinnar nýtast okkur í því starfi.

Lesa meira

Myndir frá 10 ára afmælinu

Inn á myndasafn skólans eru komnar myndir frá 10 ára afmælinu. Smellið hér til þess að skoða .

Lesa meira

Góður dagur

Haldið var upp á 10 ára afmæli skólans síðastliðinn föstudag, 13. maí. Skólinn var fallega skreyttur með blöðrum og myndverkum nemenda. Tekið var á móti afmæligestum í aðalanddyri skólans kl. 12:00 með fallegum söng skólakórs Salaskóla. Síðan léku nemendur í tónlistarnámi á fiðlur, þverflautur, gítara og fleiri hljóðfæri í anddyrinu á meðan gestir skoðuðu sig um […]

Lesa meira

Vorskólinn tókst vel

Á dögunum komu verðandi fyrstubekkingar í heimsókn í skólann ásamt foreldrum sínum. Þau voru kátt og glöð og hvergi bangin við að setjast á skólabekk og fást við ýmis verkefni. Vorskólinn er í tvo daga í senn og markmiðið með honum er að nemendur og foreldrar heimsæki skólann, fái að skoða aðtæður, kynnist kennurunum og nálgist ákveðnar upplýsingar […]

Lesa meira

Salaskóli 10 ára

Salaskóli heldur upp á 10 ára afmæli sitt 13. maí 2011.   Það verður opið hús milli kl. 12:00 og 13:30. Nemendur og starfsfólk taka á móti gestum og sýna afrakstur vinnu sinnar í vetur.  Skólakórinn syngur og nemendur í tónlistarnámi spila fyrir gesti. Skólasagan í myndum og aðrar myndir úr skólalífinu verða sýndar.

Lesa meira

Guðmundur Kristinn kjördæmismeistari Reykjaness

kjrdmismt_2011
Guðmundur Kristinn Lee, Salaskóla, og Vignir Vatnar Stefánsson, Hörðuvallaskóla, urðu  kjördæmismeistarar Reykjaness í skólaskák fimmtudaginn 28.04.2011.  Guðmundur í eldri flokki en Vignir í þeim yngri.  Birkir Karl Sigurðsson, Salaskóla, tryggði sér einnig keppnisrétt á Landsmótinu en hann endaði í 2. sæti í eldri flokki.  Hilmir Freyr Heimisson hafnaði í öðru sæti í yngri flokki.

Sigur Guðmundar var einkar glæsilegur og sigraði hann alla sína andstæðinga. En allir fulltrúar Salaskóla náðu verðlaunasæti sem sýnir hversu öflugir okkar krakkar eru í skáklistinni.

Lesa meira

Páskaleyfi

Nemendur fara í páskaleyfi föstudaginn 15. apríl að lokinni kennslu. Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 27. apríl. Þriðjudaginn 26. apríl er skipulagsdagur en dægradvölin er opin frá kl 8:00. Starfsfólk Salaskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska og ánægjulegra frídaga.

Lesa meira

Undirbúningur fyrir árshátíð í fullum gangi

Mikil stemmning ríkir í skólanum fyrir árshátíð nemenda í 8. – 10. bekk sem verður í kvöld. Þema hefur verið í gangi alla vikuna þar sem krakkarnir fengust við ýmislegt sem tengist árshátíðinni. Má þar nefna spurningagerð, vídeóupptökur, skreytingar o.m.fl. Þessa vikuna hafa auk þess ýmsar furðuverur sést á göngum skólans og inni í […]

Lesa meira

Öflugir keppendur frá Salaskóla

Sjö öflugir nemendur úr Salaskóla verða keppendur á Skákþingi Íslands nú um páskana. Keppnin hefst föstudaginn 15.04.2011 kl 18:00. Sjá nánar á vefsíðunni: http://www.skaksamband.is/?c=webpage&id=448.   Þeir sem keppa frá Salaskóla eru:

Nafn:                                  Elo          Skákfélag

Guðmundur Kristinn Lee        1800             SFÍ

Birkir Karl Sigurðsson            1672             SFÍ

Hildur Berglind Jóhannsdóttir  1062            Hellir

Hilmir Freyr Heimisson              0

Þormar Leví Magnússon            0              Hellir

Jón Smári Ólafsson                  0

Jón Otti Sigurjónsson               0              Hellir

Lesa meira

Allir á svið

Fyrstubekkingar hafa að undanförnu verið að æfa sig að leika á leiksviði. Teknar voru sögurnar af Gípu og Búkollu og færðar í leikbúning með viðeigandi búningum og heimagerðum leiktjöldum og leikmunum. Markmiðið er að allir nemendur hafi hlutverki að gegna í leikritunum og komist á svið. Krakkarnir stóðu sig með mestu prýði á æfingunum og […]

Lesa meira

Kaffihúsafundur foreldra 13. apríl

Miðvikudaginn 13. apríl ætlar skólaráð Salaskóla að standa fyrir kaffihúsafundi með foreldrum kl. 17:00 – 18:30. Fundurinn er haldinn í tilefni að 10 ára afmæli skólans og markmiðið er að fá viðhorf foreldra til skólastarfsins, þess sem vel er gert og þess sem má bæta. Við hvetjum alla foreldra til að koma og hafa […]

Lesa meira