skolasafn2

Gaman á skólasafni

skolasafn2
Þessa dagana eru fyrstubekkingar smátt og smátt að læra að rata um skólann sinn. Í dag komu þeir á skólasafnið í fyrsta sinn með umsjónarkennaranum sínum og völdu sér bók til að lesa. Þeir lærðu hvernig bók er fengin að láni og hvert á að skila henni að lestri loknum. Þetta er heilmikið að muna en þau voru ekki bangin og býsna fljót að tileinka sér þetta allt. Síðan gengu þau aftur niður í stofuna sína með bók undir hönd. Næst þegar þau þurfa að fá bók lánaða geta þau áreiðanlega ratað „alveg ein“ á safnið.

Birt í flokknum Fréttir.