Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2022

Nokkrum starfsmönnum Salaskóla var boðið til athafnar hjá Heimili og skóla við lok síðustu viku. Tilefnið var tilnefning til foreldraverðlauna Heimilis og skóla árið 2022 í flokknum „dugnaðarforkar“. Í  umsögn með tilnefningunni kom fram að þær Guðlaug Björg Eiríksdóttir þroskaþjálfi og Gígja Jónsdóttir, með stuðningi frá Hrefnu Björk Karlsdóttur aðstoðarskólastjóra og Hafsteini Karlssyni fyrrverandi skólastjóra, […]

Lesa meira

Kópurinn 2022

Salaskóla hlotnaðist í gær sá heiður að fá Kópinn 2022, sem viðurkenningu fyrir verkefnið „Sköpun og tækni“. Kópurinn er viðurkenning Menntaráðs Kópavogsbæjar og er veitt árlega fyrir framúrskarandi skóla- og frístundastarf. Við getum verið mjög stolt af því að þetta skólaár voru fjögur verkefni í Salaskóla og Félagsmiðstöðinni Fönix tilnefnd til Kópsins. Það eru […]

Lesa meira

Vísindadagar

Sápukúlugerð, reyksprengjur, Covid Break out, þrívíddargleraugu, fílatannkrem, geimflaugar, skordýraætur, könglarannsókn var meðal annars það sem í boði var fyrir nemendur á vísindadögum. Þetta var nú aldeilis fróðlegt, en bæði nemendur og starfsfólk skemmtu sér konunglega. Svo má auðvitað ekki gleyma að Vísindavilli kemur í heimsókn til okkar á morgun 🤓

Lesa meira

Skipulagsdagur og skólaslit

Við minnum á að mánudaginn 16.maí er skipulagsdagur í Salaskóla og því ekki skóladagur hjá nemendum. Frístundaheimilið er opið þann dag samkvæmt sérstökum skráningum og hafa foreldrar í 1.-4.bekk fengið tölvupóst um það frá Auðbjörgu. Útskrift 10.bekkinga verður föstudaginn 3. júní kl. 11. Skólaslit verða hjá 1.-9.bekk þriðjudaginn 7. júní. Tímasetningar verða sendar til […]

Lesa meira

Fjölgreindaleikar – verðlaunaafhending

Verðlaunaafhending fjölgreindaleikana var haldinn í morgun í íþróttahúsinu. Við óskum sigurvegurunum innilega til hamingju og öllum hinum sem tóku þátt 🙂

Lesa meira

Skóladagatal 2022-2023

Hér fyrir neðan má sjá skóladagatal fyrir næsta skólaár  SKÓLADAGATAL 2022-2023

Lesa meira

Kjörfundur 10.bekkjar

10.bekkur hafa unnið hörðum höndum að því síðustu vikur að mynda stjórnmálaflokka sem bjóða sig fram til nemendaþings. Flokkarnir hafa það markmið að vinna að bættum hag nemenda í unglingadeild skólans. Hápunktur verkefnisins er svo framboðsfundur þar sem nemendum í 7.-9. bekk er boðið að fylgjast með framboðsræðum fulltrúa flokkanna og svo í kjölfarið […]

Lesa meira

Fjölgreindaleikar 2022

Loksins gátum við haldið þá hátíðlega eftir smá pásu. Fyrir mörgum er þetta toppurinn á skólaárinu 🙂 Hér má sjá myndir

Lesa meira

Nýr skólastjóri Salaskóla

Kristín Sigurðardóttir er nýr skólastjóri Salaskóla frá og með 1. apríl. tók Kristín við starfinu af Hafsteini Karlssyni sem hefur verið skólastjóri Salaskóla frá stofnun skólans haustið 2001. Við óskum honum alls hins besta og þökkum honum fyrir allt það frábæra starf sem hann hefur gert í þágu Salaskóla. Kristín er grunnskólakennari að mennt, […]

Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Kópavogi fór fram í Salnum fimmtudaginn 24. mars. Stóra upplestrarkeppnin var haldin í 25. sinn í Kópavogi en keppnin á 26 ára afmæli í ár. Keppnin er ávallt sett á Degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember og markmið hennar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri […]

Lesa meira

Salaskóli leitar að kennurum fyrir næsta skólaár

Okkur vantar kennara á yngsta stig og unglingastig. Nánari upplýsingar eru á Alfreð, starfsauglýsingasíðu og þar á að sækja um. Sjá hér: https://alfred.is/laus-storf?q=salask%C3%B3li

Lesa meira