Skólasetning Salaskóla
Í dag, 22. ágúst, var Salaskóli settur í 14. sinn en þá mættu nemendur í andyri skólans og voru skipaðir í bekki af skólastjórnendum. Nemendur fóru síðan með umsjónarkennara sínum í kennslustofu bekkjarins þar sem afhent var stundaskrá og spjallað saman. Margir foreldrar fylgdu börnum sínum til skóla í dag.
Myndir frá skólasetningu.
Lesa meiraEndurskráning í dægradvöl – mikilvægt
Við biðjum foreldra barna í 1. – 3. bekk sem ætla að hafa barnið sitt í dægradvölinni að skrá barnið á þessari slóð https://www.surveymonkey.com/s/V8F2T86. Vinsamlegast gerið það strax og eigi síðar en 20. ágúst.
Lesa meiraSalaskóli á facebook
Salaskóli er með síðu á facebook. Við hvetjum þá sem á annað borð eru með facebook aðgang að gera síðuna að ánægjuefni. Þannig komum við ýmsum skilaboðum fljótt og vel til ykkar. Smellið hér til að komast á síðurna.
Lesa meiraSkólasetning 22. ágúst
Skólasetning Salaskóla verður föstudaginn 22. ágúst. Nemendur mæta sem hér segir:
2., 3. og 4. bekkur kl. 9:00
5., 6. og 7. bekkur kl. 10:00
8., 9. og 10. bekkur kl. 11:00
Kynning fyrir nýja nemendur, aðra en þá sem eru að byrja í 1. bekk
Miðvikudaginn 20. ágúst kl. 12 – 13 verður kynning á Salaskóla fyrir nýja nemendur Salaskóla, aðra en þá sem eru að byrja í 1. bekk. Gott að allir mæti með foreldrum sínum.
Lesa meiraSkrifstofa Salaskóla lokuð til 6. ágúst
Vegna sumarleyfa er skrifstofa Salaskóla lokuð frá og með 24. júní til 6. ágúst. Ef þú smellir á tengilinn hér að neðan getur þú skráð nýjan nemanda í skólann. Við höfum svo samband við fyrsta tækifæri til að fá frekari upplýsingar. Skrá nýjan nemanda í Salaskóla
Lesa meiraSkóladagatal fyrir næsta vetur
Skóladagatal fyrir næsta vetur er komið á vefinn. Opnið með því að smella hér.
Lesa meiraSíðustu dagar skólaársins
Minnum á óskilamuni. Hér er fullt af fíneríis fatnaði. Það sem gengur ekki út gefum við til góðgerðasamtaka.
Lesa meira
Það verður skóli miðvikudaginn 21. maí
Grunnskólakennarar eru að skrifa undir nýjan samning við sveitarfélögin og það er ljóst að það verður skóli á morgun – miðvikudaginn 21. maí. Vinnustöðvun er sem sagt aflýst.
Lesa meiraSkólaslit föstudaginn 6. júní
Skólaslitin 6. júní verða með sama sniði og í fyrra. Helmingur nemenda í 1. – 9. bekk mætir kl. 10 og hinn helmingurinn kl. 10:30. skólastlitin taka um það bil klukkustund. Útskrift 10. bekkinga er fimmtudagskvöldið 5. júní.
Lesa meiraVorskóli fyrir verðandi 1.bekkinga
Fimmtudaginn 8. og föstudaginn 9. maí verður vorskóli fyrir þau börn sem hefja nám í 1. bekk í Salaskóla haustið 2014. Vorskólinn byrjar kl. 14:00 og er til 15:30 báða dagana. Fyrri daginn mæta börnin með foreldrum sínum í anddyrið, þar verður lesið í bekki og þau fara með kennurum sínum í kennslustofuna. Á […]
Lesa meira