Fjölgreindaleikar 154

Fyrri dagur Fjölgreindaleika: Hvar er starfsfólkið?

Fjölgreindaleikar 154
 Myndir frá fyrsta degi leikanna    
 
Myndir: Óboðnir gestir – eða hvað?

Þegar nemendur komu í skólann í morgun, á fyrsta degi Fjölgreindaleika Salaskóla, virtist enginn af starfsfólkinu vera mættur. Í stað þeirra var afar sérkennilegt lið á ferð um skólann, sumir prúðbúnir, aðrir afar druslulegir og inn á milli sáust dýr í uppréttri stöðu. Í einni skólastofunni var Pavarotti, stórsöngvari, að lesa upp nemendur með sjálfan sig glymjandi í græjunum. Hann var greinilega í forföllum fyrir Jóhönnu Björk, kennara. Þetta skrautlega og sérkennilega lið hafði greinilega yfirtekið skólann þennan morguninn – það fór ekki á milli mála. Var starfsfólk skólans kannski á námskeiði í dag? Þarna mátti koma auga á Kolbein kaftein, Chaplin, Valla, Línu langsokk auk spænskrar senjórítu,

skurðlækna, golfara, vísindamanns, mótórhjólatöffara og þannig mætti lengi telja. Nunna með maskara (… má hún vera með maskara?) sást á hlaupum og virtist vera að stjórna einhverju mikilvægu á göngum skólans. Hvað skyldi það vera? Nemendur skólans voru sallarólegir yfir þessu ástandi og tóku óboðnu gestunum vel og gáfu sig meira að segja á tal við þá. En þá var hringt inn til 12. Fjölgreindaleika Salaskóla og allir virtust vita hvað þeir áttu að gera – líka óboðnu gestirnir en ekkert sást ennþá til starfsfólksins.     

Fjölgreindaleikar 037

Birt í flokknum Fréttir og merkt .