Reykjafarar lagðir af stað heim

7. bekkur hefur verið á Reykjum þessa viku og þau lögðu af stað í bæinn áðan klukkan rúmlega 12. Gert er ráð fyrir að þau verði komin í bæinn milli hálfþrjú og þrjú. 

Lesa meira

Gengur vel á Reykjum

Frábær stemning hér á Reykjum. Kvöldvakan hjá krökkunum gekk mjög vel og voru okkar krakkar með skemmtiatriði eins og leiki, dans og söng. Í kvöld var diskótek þar sem var mikið dansað og sungið, allir tóku þátt í gleðinni. Á morgun, fimmtudag, fá krakkarnir að velja sér vinnustöðvar og síðan seinnipartinn verður hárgreiðslukeppnin mikla […]

Lesa meira

Víðlesnir nemendur á miðstigi keppa sín á milli

lestrarkSpurningakeppnin LESUM MEIRA 2014, sem er lestrarkeppni á miðstigi, hófst í morgun með því að flórgoðar og tjaldar kepptu sín á milli. Afar skrautleg og flott lið mættu til leiks þennan morguninn með hvatningaspjöld í stíl við skrautlegan klæðnað og andlitsmálningu. Flórgoðar báru sigur úr bítum að þessu sinni með litlum mun stiga en bæði liðin stóðu sig afbragðs vel. Síðar í vikunni mætast tildrur og vepjur og þannig koll af kolli þar til fundin hafa verið tvö lið til að keppa til úrslita sem verður í lok nóvember.

Lesa meira

Sjöundubekkingar ánægðir á Reykjum

7. bekkur skemmtir sér mjög vel hér á Reykjum. Fjölbreytt og spennandi dagsskrá er í boði og þau taka þátt í öllu með bros á vör og erum við kennarar stoltir af okkar fólki. Dagarnir eru uppfullir af fræðslu, íþróttum, útiveru, leik og frjálsum tíma. Kvöldvökur eru fastir liðir og í kvöld (28.11.) munu […]

Lesa meira

Morgunkaffi foreldra og stjórnenda

Morgunkaffi stjórnenda í Salaskóla með foreldrum verður eins og segir hér að neðan:

5. nóv 1. bekkur
6. nóv 2. bekkur
7. nóv 3. bekkur
12. nóv 5. bekkur
14. nóv 6. bekkur
19. nóv 4. bekkur

20. nóv 7. bekkur
21. nóv 8. bekkur
26. nóv 9. bekkur
28. nóv 10. bekkur

Lesa meira

Vetrarleyfi á föstudag og mánudag

Vetrarleyfi er í grunnskólum Kópavogs nk. föstudag, 17. október og á mánudag 20. október. Engin starfsemi er í Salaskóla þessa daga. 

Lesa meira

Gaman í útikennslunni

útikennsla í 4. bekk 006
Nemendur í 4. bekk voru heldur glaðir á dögunum þegar ákveðið var að fara í útikennslustofuna í einni smiðjunni

Lesa meira

Foreldradagur

for
Í dag, fimmtudaginn 9. október, er foreldradagur í Salaskóla. Strax í morgunsárið komu nemendur með foreldrum sínum til að funda með umsjónarkennaranum sínum. Þá er farið yfir hvernig námið hefur gengið frá haustinu, hvort eitthvað megi betur fara en einnig gefst hér gott tækifæri til að hrósa ef vel gengur.

Lesa meira

Skemmtilegt að fást við fjölgreindirnar

Afar vel hefur gengið á Fjölgreindaleikum Salaskóla í þá tvo daga sem þeir hafa staðið yfir. Krakkarnir fara á milli stöðva sem eru staðsettar á mörgum stöðum inni í skólahúsnæðinu og einnig í íþróttahúsinu.  Alls eru um 40 stöðvar í gangi sem reyna á hinar ýmsu fjölgreindir – það eru ekki allir góðir í […]

Lesa meira

Fyrri dagur Fjölgreindaleika: Hvar er starfsfólkið?

Fjölgreindaleikar 154
 Myndir frá fyrsta degi leikanna    
 
Myndir: Óboðnir gestir - eða hvað?

Þegar nemendur komu í skólann í morgun, á fyrsta degi Fjölgreindaleika Salaskóla, virtist enginn af starfsfólkinu vera mættur. Í stað þeirra var afar sérkennilegt lið á ferð um skólann, sumir prúðbúnir, aðrir afar druslulegir og inn á milli sáust dýr í uppréttri stöðu. Í einni skólastofunni var Pavarotti, stórsöngvari, að lesa upp nemendur með sjálfan sig glymjandi í græjunum. Hann var greinilega í forföllum fyrir Jóhönnu Björk, kennara. Þetta skrautlega og sérkennilega lið hafði greinilega yfirtekið skólann þennan morguninn - það fór ekki á milli mála. Var starfsfólk skólans kannski á námskeiði í dag? Þarna mátti koma auga á Kolbein kaftein, Chaplin, Valla, Línu langsokk auk spænskrar senjórítu,

Lesa meira

Fjölgreindaleikar Salaskóla 1. og 2. október

12. fjölgreindaleikar Salaskóla fara fram á miðvikudag og fimmtudag, 1. og 2. október. Þá er nemendum skipt í 10 manna lið sem keppa í margskonar greinum sem reyna á ólíkar greindir nemenda. Liðsstjórar koma úr 9. og 10. bekk og þeir sjá alveg um sinn hóp þessa daga. Báða daga eiga nemendur að mæta […]

Lesa meira

Skóladagatal 2014-2015

Skóladagatal Salaskóla hefur verið samþykkt í skólanefnd og það má sjá hér. Athugið að í næstu viku, 9. október er foreldraviðtalsdagur og skipulagsdagur daginn eftir.   

Lesa meira