Tímasetningar skólaslita

Skólaslit Salaskóla verða miðvikudaginn 10. júní. Bekkirnir eiga að mæta sem hér segir:    Klukkan 10 Sendlingar Starar Sandlóur Glókollar Sólskríkjur Langvíur Tildrur Flórgoðar Lómar Svölur Krummar Teistur Klukkan 10:30 Stelkar Maríuerlur Steindeplar Músarindlar Kríur Ritur Tjaldar Vepjur Himbrimar Súlur Fálkar Lundar

Lesa meira

Skólaslit miðvikudaginn 10. júní

Miðvikudaginn 10. júní eru skólaslit og þeim verður skipt í tvennt. Helmingur nemenda í 1. – 9. bekk mætir kl. 10 og hinn kl. 10:30. Í fyrstu verður safnast saman í anddyri skólans þar sem við eigum góða stund saman og eftir það gengur hver bekkur til sinnar stofu með umsjónarkennara sínum. Foreldrar eru […]

Lesa meira

Vorhátíð foreldrafélagsins laugardaginn 30. maí

Vorhátíð Foreldrafélags Salaskóla verður haldið n.k. laugardag, 30. maí. Hátíðin byrjar kl 11.30 og stendur til 14.00 Eftirfarandi verður í boði: Grillaðar pylsur og Svalar fyrir alla,  Hoppukastalar, Veltibílinn Helgi Ólafsson verður með fjöltefli fyrir alla sem vilja, Andlitsmálun BMX Brós mæta GKG  Andlitsmálun, …og hugsanlega eitthvað meira skemmtilegt. Allir velkomnir  Stjórinin  

Lesa meira

Tilnefningar til foreldraverðlauna

Auðbjörg Sigurðardóttir, forstöðukona dægradvalarinnar, fékk í síðustu viku tilnefningu sem dugnaðarforkur ársins hjá samtökunum Heimili og skóli. Hún á sannarlega innistæðu fyrir því. Hún hefur verið einstaklega hugmyndarík og dugleg við að þróa starfið í dægradvölinni og gera það bæði skemmtilegra og betra fyrir krakkana. Til hamingju Auðbjörg.  Salaskóli fékk svo tilnefningu til foreldraverðlauna […]

Lesa meira

Brunaæfing í dag

Brunabjalla skólans glumdi um  kl. 9. í morgun og allt benti til þess að væri eldur. En allir vissu að um brunaæfingu var að ræða sem nauðsynlegt er að hafa öðru hverju. Þegar slíkt er æft er farið eftir ákveðnu skipulagi og allir safnast saman úti á sparkvelli með tilheyrandi nafnakalli. Æfingin gekk óvanalega […]

Lesa meira

Kosningaverkefni í 10. bekk – X Fantasí bar sigur úr býtum

Eitt verkefni í samfélagsfræði í 10. bekk gengur út á að nemendur skipta sér í hópa og mynda stjórnmálaflokka. Þeir eiga að bjóiða fram og áherslan er á hvernig er hægt að gera skólann að betri stað. Þeir búa til stefnuskrá, kosningamál og auglýsa sína stefnu með ýmsum hætti í skólanum. Svo er framboðsfundur […]

Lesa meira

9. bekkur kynnti þróunarmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun

Sl. fimmtudag kynntu nemendur í 9. bekk Salaskóla hvernig þau sjá ný þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Á kynningunni var utanríkisráðherra, foreldrar og nemendur 8. og 9. bekkja. Friðrik Dór var kynnir.  Þetta var afar áhugaverð og fjölbreytt kynning og ýmsar góðar hugmyndir settar fram. Í framhaldi af þessu mun Salaskóli leggja meiri áherslu […]

Lesa meira

Þemadagar næstu þrjá daga

Salaskóli verður með sérstaka dagskrá 6. – 8. maí í tilefni afmælis bæjarins. Krakkarnir kynnast bænum sínum með því að ferðast um bæinn gangandi eða í strætó og skoða ýmsa staði, kynna sér söguna, náttúruna, menninguna og mannlífið. Einnig vinna þau verkefni um bæinn, fara í ratleiki og aðra skemmtilega leiki, syngja Kópavogslög og […]

Lesa meira

Skóladagatal 2015-2016

Skóladagatalið fyrir næsta skólaár var samþykkt í skólanefnd í gær. Það er nú komið á heimasíðuna undir línknum „Skólinn“. Skipulagsdagar eru samræmdir hjá leik- og grunnskólum í Sala-, Linda- og Smárahverfi. 

Lesa meira

Kópurinn – viðurkenningar skólanefndar Kópavogs

Skólanefnd Kópavogs auglýsir hér með eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir framúrskarandi skólastarf í grunnskólum Kópavogs. Viðurkenningar verða veittar fyrir 3 – 5 verkefni sem stuðla að nýbreytni og framþróun innan skólanna. Með því er átt við nýjungar í skólastarfi eða þróunarverkefni sem fela í sér umbætur eða leiða til framfara í skólastarfi. Skriflegar tilnefningar […]

Lesa meira

Sigurvegarar upplestrarkeppni grunnskólanna

Aníta Daðadóttir hreppti 1. sætið í upplestrarkeppni grunnskólanna í Kópavogi og Björn Breki Steingrímsson 2. sætið. Þau eru bæði nemendur í Salaskóla. Þetta er stórglæsilegur árangur hjá þeim enda tóku þátt í keppninni 18 bestu upplesarar í 7. bekk í Kópavogi. Til hamingju með þennan frábæra árangur.

Lesa meira

Umbótaáætlun vegna ytra mats

Haustið 2014 gerðu starfsmenn Námsmatsstofnunar úttekt á starfsemi Salaskóla. Þeir þættir sem voru skoðaðir voru stjórnun, nám og kennsla, innra mat og nám nemenda með sérþarfir. Niðurstöður úttektarinnar eru settar fram í skýrslu sem var birt í febrúar 2015 en kynntar starfsfólki í byrjun janúar. Þar eru dregnir fram styrkleikar í starfi skólans og sett fram tækifæri til umbóta.

Lesa meira