Niðurstöður Skólapúlsins frá síðasta skólaári
Hér er komin skýrsla um niðurstöður Skólapúlsins fyrir skólaárið 2016-2017. Allir nemendur í 6. – 10. bekk taka þátt í Skólapúlsinum og hann gefur því býsna gott yfirlit yfir viðhorf nemenda til skólans. Smellið hér til að fá skýrsluna.
Lesa meiraStarfsfólk Salaskóla í námsferð til Brighton 4. – 8. október
Starfsfólk Salaskóla verður í námsferð í Brighton dagana 4. – 8. október. Það verður því engin kennsla frá hádegi miðvikudagsins 4. október og á fimmtudag og föstudag, 5. og 6. október. Dægradvölin er opin frá hádegi á miðvikudag og allan fimmtudaginn en hún er lokuð á föstudag.
Lesa meiraÓskum eftir starfsfólki í dægradvöl
Salaskóli auglýsir eftir starfsfólki í dægradvöl skólans. Dægradvölin er frístundaúrræði fyrir 6 – 9 ára krakka og starfstími hennar er frá kl. 13 – 17. Um 50% starf er að ræða en mögulega getum við boðið 100% starf ef einhver er á þeim buxunum. Þetta er gefandi og skemmtilegt starf sem hentar t.d. ágætlega […]
Lesa meiraStaðan í dægradvölinni
Það lítur betur út með starfsmannamálin í dægradvöl og ef fer sem horfir þá eigum við að geta bætt við börnum um miðja næstu viku. Enn vantar þó eitthvað starfsfólk og etv. svara einhverjir auglýsingum helgarinnar. Hafið það gott um helgina.
Lesa meiraOkkur vantar fleira fólk
Það hefur reynst þrautinni þyngri að fá nægan mannskap til að vinna í skólanum og nú þegar örfáir dagar eru til skólabyrjunar hefur okkur tekist að fá alla umsjónarkennara en enn vantar fólk t.d. þroskaþjálfa, kennslu, starfsfólk í dægradvöl og svo vantar kokk í mötuneytið. Við höfum verið að vinna í þessum málum í […]
Lesa meiraInnkaup á ritföngum
Innkaup á ritföngum verða með þeim hætti að við sjáum um sameiginleg innkaup á ritföngum fyrir nemendur í 1. – 7. bekk og verða ritföngin hér í skólanum og nota nemendur þau saman. Foreldrar greiða ákveðna upphæð sem er mismunandi eftir árgöngum. Við höfum leitað tilboða frá mörgum fyrirtækjum og erum að fara yfir […]
Lesa meiraNýir nemendur aðrir en 1. bekkingar
Nýir nemendur aðrir en þeir sem eru að koma í 1. bekk eru boðnir í skólaheimsókn mánudaginn 21. ágúst kl. 11:30. Komið upp á skrifstofu og við tókum á móti ykkur þar og sýnum ykkur skólann og spjöllum við ykkur.
Lesa meiraSkólasetning þriðjudaginn 22. ágúst
Salaskóli verður settur þriðjudaginn 22. ágúst nk. Nemendur eiga að mæta sem hér segir: Kl. 8:30 – 5. og 6. bekkur Kl. 9:30 – 2. – 4. bekkur Kl. 10:30 – 7. – 10. bekkur Nemendur sem eru að byrja í 1. bekk verða boðaðir í einstaklingsviðtöl með foreldrum sínum. Nemendur mæta í anddyri […]
Lesa meiraInnkaupalistar – dokið við um sinn
Tilhögun innkaupa á ritföngum fyrir nemendur verður þannig að það verða sameiginleg innkaup fyrir 1. – 7. bekk. Það þýðir að foreldrar leggja fram ákveðna upphæð og við sjáum um kaupin. Við erum núna að leita tilboða og látum vita þegar niðurstaða liggur fyrir. Stílabækur eru ekki inni í því, enda eiga krakkarnir yfirleitt […]
Lesa meiraSumardvöl dægradvalar hefst 9. ágúst
Sumardvöl dægradvala við grunnskóla Kópavogs hefst miðvikudaginn 9. ágúst og stendur til og með 18. ágúst. Sumardvölin er fyrir börn sem eru að hefja skólagöngu í 1. bekk í haust og sótt var um fyrir í vor.Markmiðið með dvölinni er að stuðla að vellíðan, öryggi og jákvæðri aðlögun nemenda, jafnt félagslega sem námslega að umhverfi grunnskólanna áður en formlegt […]
Lesa meiraAðalfundur foreldrafélagsins
Aðalfundur foreldrafélagsins verður miðvikudaginn 31. maí kl. 17:30 í aðalsal skólans þar sem hefðbundin aðalfundarstörf fara fram, þ.á.m. kosning stjórnar. Það vantar þrjá foreldra í stjórnina og vil núverandi stjórn hvetja foreldra til að taka þetta skemmtilega verkefni að sér. Þetta er alls ekki mikil vinna, helstu verkefni eru að skipuleggja aðventugöngu, páskabingó og […]
Lesa meira