Í heimilisfræði læra nemendur góðar vinnuaðferðir í meðferð matvæla og útbúa alls kyns góðgæti þar sem ákveðnar uppskriftir eru lagðar til grundvallar. Nemendur eru oft spenntir að fá uppskriftir heim til þess að þeir geti prófað sig áfram þar. Uppskriftum nemenda í 1. – 4. bekk hefur verið safnað saman í eina bók og er að finna í heimilisfræðihorninu hér á síðunni ásamt fleiri uppskriftum.
Category Archives: Fréttir
Morgunkaffi fyrir foreldra í 1. bekk
Skólastjórnendur í Salaskóla bjóða foreldrum hvers bekkjar fyrir sig í morgunkaffi einu sinni á vetri. Þriðjudaginn 26. janúar er foreldrum Glókolla boðið. Við byrjum kl. 8:10 og erum á kaffistofu starfsmanna. Bjóðum ykkur velkomin þangað. Á fundinum ræðum við skólastarfið almennt og viljum gjarnan heyra ykkar upplifun, hugmyndir og skoðanir. Eftir spjall heimsækjum við bekkinn. Allt búið kl. 9:00. Það er mjög mikilvægt að allir mæti og hvetjum feður jafnt sem mæður að koma. Miðvikudaginn 27. koma svo foreldrar Sólskríkja og foreldrar Stara fimmtudaginn 28. janúar.
Vetrarleyfi
Vetrarleyfi verður 18. og 19. febrúar. Við vekjum athygli á að við erum með vetrarleyfi á öðrum tíma en aðrir skólar í Kópavogi. Þetta var ákveðið síðasta vor þar sem áhugi er á að hafa börnin í skólanum bolludag, sprengidag og öskudag. Á öskudag verður skóladagur þó styttri en venjulega. Þá verður furðufatadagur í skólanum og skemmtileg dagskrá fyrir alla nemendur frá kl. 9:00 – 12:00. Nemendur geta þó mætt til kennara sinna kl. 8:10, en við gefum svigrúm til kl. 9:00 svo tími sé til að koma sér í furðufötin.
Val í unglingadeild – 4. tímabil
Fjórða valtímabilið hefst mánudaginn 25. janúar og stendur til 12. mars. Nemendur geta valið núna og þurfa að klára það í síðasta lagi 19. janúar. Smellið hér til að velja.
Bekkjarkeppni í skák
Bekkjarkeppni í skák var haldin í dag í salnum okkar í Salaskóla.
Myndir frá skákmótinu
Hver bekkur mátti senda eins mörg lið og áhugi var fyrir. Í hverju liði voru 3 keppendur auk varamanna. Um 100 krakkar tóku þátt í mótinu og kepptu af miklum krafti allan morguninn. Skoðið úrslit!
| Efstu 12 liðin | ||||||
| Lið | vinn | 1b | 2b | 3b | 1. varam. | |
| 1 | Himbrimar | 16 | Ómar | Arnþór | Guðjón | Halldór |
| 2 | Helsingjar 1 | 16 | Hildur | Kári | Garðar | |
| 3 | Hávellur | 14 | Jón Smári | Gísli | Breki | Davíð |
| 4 | Flórgoðar | 13 | Arnar | Helgi | Ari | Gerður |
| 5 | Ernir | 11,5 | Baldur | Eyþór | Sindri | |
| 6 | Helsingjar 2 | 11 | ||||
| 7 | Flórgoðar 2 | 11 | ||||
| 8 | Teistur | 11 | ||||
| 9 | Uglur 3 | 10,5 | ||||
| 10 | Lóur 1 | 10,5 | ||||
| 11 | Lóur 2 | 10 | ||||
| 12 | Fálkar 2 | 10 | ||||
| Alls kepptu 31 lið. Himbrimar og Helsingjar tefldu eina umferð í bráðabana til þess að skera úr um hvort liðið væri sterkara. Leika fóru svo að Himbrimar sigruðu 3 – 0 og eru þeir réttkrýndir bekkjameistarar árið 2010. | ||||||
Nýtt ár
Nýja árið fer vel af stað í Salaskóla. Krakkarnir koma kátir og hressir eftir góða hvíld í jólafríinu, staðráðin í að standa sig vel í námi og starfi.
Vekjum athygli á að skólanámskrá er nú komin inn á heimasíðuna, en hana hefur aðeins verið hægt að nálgast í gengum Mentor í haust.
Framundan er foreldraviðtalsdagur 22. janúar. Þá skilum við námsmati fyrir haustönnina.
Fljótlega verður foreldrum svo boðið í morgunkaffi með skólastjórnendum.
Gleðilega jólahátíð
Jólaböllin gengu vel og voru hin besta skemmtun eins og myndirnar bera með sér.
Starfsfólk skólans óskar nemendum og foreldrum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum innilega ánægjulegt samstarf á árínu sem er að líða. Hlökkum til að sjá ykkur aftur í skólanum þriðjudaginn 5. janúar skv. stundaskrá. Samstarfsdagur kennara er mánudaginn 4. jan.