norlandaskakmeistarar_small.jpg

Meistarar heiðraðir

norlandaskakmeistarar_small.jpg
Norðurlandameistarar okkar í skák voru heiðraðir í sal skólans í dag þar sem nemendur og starfsfólk skólans klöppuðu þeim lof í lófa fyrir frábær skákafrek í Stokkhólmi á dögunum.  Hafsteinn skólastjóri þakkaði þeim fyrir hönd skólans, bar þeim kveðju menntamálaráðherra og Andrés Pétursson, formaður skólanefndar, færði þeim hamingjuóskir frá Kópavogsbæ ásamt gjöf til skólans sem mun felast í ýmsu "nýju skákdóti" eins og skólanefndarformaðurinn komst að orði sjálfur.
 

leifsstod1[1].jpg

Norðurlandameistararnir komu til landsins í dag

leifsstod1[1].jpgSkákmeistararnir okkar fengu góðar móttökur þegar þeir lentu í Keflavík í dag. Foreldrar þeirra fögnuðu þeim ásamt Hafsteini skólastjóra og Gunnsteini bæjarstjóra.

Þau fengu blómvönd frá skólanum og bæjarstjóri þakkaði þeim frábært framlag til skákíþróttarinnar og góða fyrirmynd á því sviði. Hann færði þeim ipod spilara af bestu gerð sem þakklætisvott frá bæjarstjórn Kópavogs. Krakkarnir voru alsælir og ánægðir með ferð sína til Stokkhólms. Þó greinilega þreytt enda reynir mót af þessu tagi mikið á. Við í Salaskóla erum yfir okkur stolt af þessu frábæra afreksfólki okkar.

Skáksveit Salaskóla Norðurlandameistar!

Þó svo að ein umferð sé eftir að Norðurlandamóti grunnskóla í skák hefur hin geysisterka sveit Salaskóla tryggt sér Norðurlandameistartitilinn. Sveitin hefur sýnt fádæma yfirburði og er vel að sigrinum komin. Afrek þessarar sveitar eru einstök en hún skartar nú Íslandsmeistaratitli, Norðurlandameistartitli og heimsmeistaratitli. Ólíklegt er að nokkur skáksveit grunnskóla hafi unnið þvílík afrek. Í sveitinni eru Patrekur Maron Magnússon, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Páll Andrason, Eiríkur Brynjarsson og Guðmundur Kristinn Lee.

Heimasíða keppninnar er hér.

Salaskóli gersigraði dönsku sveitina!

Skáksveitin okkar er í feikna stuði og var nú rétt í þessu að sigra dönsku sveitina. 3 1/2 vinningur gegn 1/2. Þá eru bara sænsku sveitirnar tvær eftir en við þær keppir Salaskóli á morgun, sunnudag.

 Með því að smella á meira hér að neðan getur þú lesið ferðasögu sveitarinnar.

Ferðasagan. Við flugum úr fimmtudaginn 10.09.09 og lentum á Arlanda í Stokkhólmi um hádegisbil að sænskum tíma.Þá var leitað að góðum stað til að slaka á og fundum við notalegt kaffihús sem leyfði okkur að taka upp skáksettinn og hófst þá Salaskóla atskákmót kennt við Arlanda.Leikar fóru svo að Patrekur vann með yfirburðum en gamli maðurinn Tómas sá ekki til sólar og fékk aðeins hálfan vinning. Að móti loknu birtist ferðaþreytt  Jóhanna sem var þá búin að erðast með rútu í 4 tíma og fljúga frá Róm en þar var hún að keppa á Evrópumóti  ungmenna.  Við komum síðan á hótelið Skandic Malmen um kl 17:00. Eftir kvöldamat og slökun voru allir sendir í háttinn.Allir sváfu vel og lengi  Eiríkur, Patrekur og Páll þó lengst allra. Föstudagurinn hófst síðan með morgunmat og teknar nokkrar æfingar í notkun járnbrautalesta.Tómas og Jóhanna skoðuðu gamla bæinn Gamla Stan meðan strákarnir kíktu á Gitarhero keppni sem var í kjallaranum á hótelinu. Páll og Guðmundur slógu þar í gegn og náðu öðru sæti. Fyrsta umferð.Kl 17:00 hófst fyrsta umferðin og var teflt við Finna. Við gerðum okkur lítið fyrir og unnum þá 3,5 gegn 0,5. Paterkur lenti á móti teoríu gaur sem tefldi með hvítu og reyndi frá fyrsta leik að ná jafntefli. Hinir unnu sínar skákir og Salaskóli var kominn á toppinn. Á sama tíma gerðu sænsku sveitirnar jafntefli en Danir unnu Norðmenn 2,5 gegn 1,5. Í annari umferð lentum við á móti Noregi og var þar sama sagan við unnum 3,5 gegn 0,5 og erum kominn í afgerandi forystu. Eiríkur vann á 4 borði, Páll vann á þriðja borði Jóhanna vann á 2 borði og Parekur lenti á enn einum teorígaurnum og fékk jafntefli.Þriðja umferð. Í þriðju umferð  tefldum við við Jetsmark skólann frá Danmörku þeir eru  með geysisterka sveit bæði  1 og 2 borð með í kringum 2000 elo stig. Skemmst er frá því að segja að Salaskóla reykspólaði yfir Danina og unnu þá 3,5 gegn 0,5. Patrekur vann, Jóhanna gerði jafntefli , Páll og Eiríkur unnu sína af öryggi. Eftir 3 umferðir er staðan þannig að Salaskóli er búinn að stinga andstæðingan af og er með líklega 4 vinninga forskot á næsta lið.  Tómas Rasmus.

Annar stórsigur á Norðurlandamótinu

Tómas Rasmus hringdi rétt í þessu og færði okkur þær fréttir að skáksveit Salaskóla hefði unnið stórsigur á sveit Norðmanna. Okkar fólk fékk 3 1/2 vinning út úr viðureigninni og er í efsta sæti með 7 vinninga af 8 mögulegum. Á eftir teflir sveitin okkar við Danina og býst Tómas við því að þeir sýni meiri mótstöðu en Finnar og Norðmenn.

salaskli_a_li.jpg

Norðurlandamót í skák

salaskli_a_li.jpg

Keppnislið Salaskóla í unglingaflokki fer á  morgun, fimmtudag, til Svíþjóðar til að keppa á Norðurlandamóti í liðakeppni skóla í skák.

Keppnin fer fram dagana 10.-14. sept. í Stokkhólmi.

Fylgist með gengi liðsins hér á heimasíðunni um helgina. Linkur á fréttir.

Vel sótt námskynning í unglingadeild

Kennarar unglingadeildar kynntu vetrarstarfið fyrir foreldrum í morgun. Kynningin hófst á sal. Þar voru allir kennarar kynntir og tveir kennarar sýndu foreldrum gagnlega námsvefi. Forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar sagði frá starfinu í vetur. Að þessu loknu fóru foreldrar með umsjónarkennurum í kennslustofur.

Foreldrar fjölmenntu á kynninguna og við erum mjög ánægð með góða mætingu.