Norðurlandameistarar okkar í skák voru heiðraðir í sal skólans í dag þar sem nemendur og starfsfólk skólans klöppuðu þeim lof í lófa fyrir frábær skákafrek í Stokkhólmi á dögunum. Hafsteinn skólastjóri þakkaði þeim fyrir hönd skólans, bar þeim kveðju menntamálaráðherra og Andrés Pétursson, formaður skólanefndar, færði þeim hamingjuóskir frá Kópavogsbæ ásamt gjöf til skólans sem mun felast í ýmsu "nýju skákdóti" eins og skólanefndarformaðurinn komst að orði sjálfur.